26 janúar 2009

Jæja ekkert dugleg að blogga frekar en vanalega. Allavega er staðan sú á mér núna að 18 des var ég komin niðrí 114,4kg. s.s aðeins 3,4kg eftir til að komast inná reykjalund. Svo tók ég mér pásu frá þessu yfir jólin.  þ.e.a.s að fara í viktun, skrifa niður og vera að telja ofaní mig (eins og ég var farin að gera). Tók mig svo á og byrjaði aftur að hugsa um þetta 3 janúar á nýju ári.

Fór svo í viktun 9 janúar og var þá komin niður í 113,6kg. Vá geggjað rosa stolt af mér. Bauð svo vinkonu minni í mat hér um kvöldið (föstudagur) og ætlaði bara að fá mér 1 bjór og spila. En jájá var barnlaus þessa helgina svo maður endaði bara á því að fara á fyllerí (já veit, engin afsökun). Svo var það þynkumatur í hádeginu og um kvöldið dagin eftir. Var svo nokkuð þokkaleg á sunnudeginum og var svo öll í því að spá í þessu vikuna á eftir. fór svo í viktun 15 janúar (6dögum eftir síðustu viktun) og BAMM komin í 114,6kg ÁI!!!!

S.s. mér tókst að bæta á mig þetta miklu. Þetta var frekar mikill skellur til að gera manni grein fyrir því hvað áfengi er ógeðslega óholt. En allavega þarna hélt ég að ég hefði aðeins rankað við mér og kæmi mér vel af stað. kortið í ræktina sem ég ætlaði að kaupa mér 5janúar er ekki enþá komið. Endalausar afsakanir sem engar eiga rétt á sér. Æ kalt úti, æ frost úti, æ rigning, æ svaf svo lítið, æ æ æ já bara allar hugsanlegar afsakanir. En allavega þarna 19jan tók ég og sparkaði aðeins í mig og sá að þetta þyddi ekkert, fór með barnið labbandi tvisvar í leikskólan og sótti tvisvar. Reyndið að spá svolítið í mataræðinu og var bara nokkuð ánægð með þessa viku. Var semsagt allan janúar búin að taka út kók zero og drakk bara kristal og sprite zero. En neinei þessi viktun var hræðileg 114,4kg !!!! WHAT 200gr farin. Okey jújú ég fór reyndar þarna í viktun eftir hádegi (fer venjulega kl 9 að morgni) úff allavega hvað ég vona að það sé það sem sé að spila inní þessa viktun. 

Á föstudagin tók ég þá ákvörðun að prófa eitt. Fyrir áramót þegar ég drakk kók zero sem mitt eina gos þá var ég að ná af mér en þegar ég er farin að drekka bara kristal +rauðan þá bara gerist ekkert. Hefur kristall neikvæð áhrif á þann sem er að reyna að létta sig?Auðvitað stútt fullur af viðbættum vítamínum og svoleiðis. Allavega sjáum við til. Í dag vorum við komin á fætur 7:20, komin út 8:48 og komin uppá leikskóla rúmlega 8. Svo tók ég lengri leiðina heim með flotta græna Ipodin minn í eyrunum :D geggjað ánægð með hann og tónlistin á honum nær mér alveg í það að labba hraðar.

Niðurstaðan er þá sú að nú er heitt úti og eins gott að  nýta það og labba með barnið svona næstu dagana. Að því undanskyldu að barnið sé ekki að verða veikt. En það var eitthvað slappt þegar ég kom með það í leikskólan í morgun.

I´m off


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Rauður Kristall plús er mjög hitaeiningaríkur. Ég man ekki nákvæmlega hitaeiningatöluna en ég mæli með því að þú lesir á miðann. Ég allavega snarhætti að drekka þetta þegar ég sá hversu orkuríkur hann er og hélt mig bara við kók lightið í staðinn (þó svo það sé ekkert holt heldur)

Gangi þér vel

Olga (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband