20 febrúar

Mikið viðbjóðslega er þetta ömulegt að fá alltaf neikvæðni í hausin alveg sama hvað maður púlar. Ég rembist eins og rjúpa með harðlífi að ná þessum helv.... kg af mér en ekkert er að gerast. Ég stunda ræktina 4x í viku og tek mjög góða brennslu. Ég hef náð inntökunni minni niður fyrir 1000he en samt bara gerist ekkert. Sko ég borða rosalega mikið grænmeti sem telur ekki í hitaeigingum, er alls ekki að svelta mig.

2 vikur  hef ég verið séstaklega dugleg. Veit að eftir fyrstu vikuna var égbúin að bæta á migeinu kg svo markmiðið lengdist í 3,5 kg. Í dag í viktun var ég komin niður í að eiga 1,8kg eftir sem er bara hrikalegt miðað við hvað ég er búin að standa mig vel í um 3 mánuði. 

Reyndar er ég búin að styrkjast helling, eitthvað af cm farið og svefnþörfin minkað. Ég lýt betur út, ég er orðin mikið hamingjusamari (með hjálp smá deitmála), orkumeiri og alveg til í að takast á við heimin í heild sinni. Svo kemur svona bakslagur þegar maður sér að ekkert er að gerast (gerðist í síðustu viku) en náði mér alveg á hreint í þessari viku og tók þessa viku algjörlega með trompi. 

Allavega, föstudagur þá fer ég í viktun. Cm eru farnir og 600gr á hálfum mánuði (ekki talið með þetta kg sem ég þyngdist um) doxin hér var rosalega ánægður með allt hjá mér nema hvað kílóin sitja fast á mér. Hann sagði mér að ég liti svo margfallt betur út í dag heldur en þegar ég hitti hann fyrst fyrir 6mánuðum síðan :D alveg það sem ég þurfti að heyra. Svo eru bakverkirnir mínir að mestu farnir sem er nú alveg þvílíkt frábært.

Allavega þá er ég að fara í blóðprufu á mánudaginn til að athuga með starfsemi skjaldkyrtilsins þar sem það bara hlýtur að vera hann sem sé að hrjá mig annars er eitthvað mikið að á þessum bæ. 

Læt vita með niðurstöðurnar í næstu viku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband