jæja komið langt síðan ég skrifaði síðast enda hrikalega góð ástæða fyrir því. síðustu mánuðir hafa verið rosalega erfiðir og tekið mikið á. Líkamsræktin mín datt alveg niður, ég (eða við) rosalega lítið heima, þunglyndi gerði vart við sig og mataræðið fór alveg úr skorðum.
En er komin af stað aftur og tek lítil skref. Fór í viktun fyrir 10 dögum og fer aftur nú á miðvikudaginn. Á miðvikudaginn var ég komin í 117kg aftur, grátlegt þar sem 4 apríl var ég komin niðrí 110kg. Ég fór á lyf í sumar þar sem þunglyndið gerði það að verkum að ég var andlaus og bara hreinlega nennti varla að hreifa mig. En í dag hef ég náð mér vel á strik og lít björtum augum á framhaldið.
með matardagbók nokkra daga af síðustu 10dögum sé ég að ég er búin að ná kcal niður í um 1500 langflesta daga. Reyndar svolítið hugmyndaleysi að hrjá mig á morgnana svo morgunmaturinn er einhæfur. Reyndar það sama um hádegismatin, veit bara ekki hvað ég á að gera í sambandi við það. spurning að reyna að vera með salat og kotasælu í næstu viku með ýmsum öðrum meðlætum. hnetur og smá létt dressing. Namm namm.
Ræktin er komin inn 1 hóptími, 1 tími í tækjum og 1 klst útihreyfing 8sem ég hef reyndar tekið í ræktinni). Þetta eru tímarnir í hverri viku. Síðan er ég komin í fjarnám og í fasta tíma í námsveri til að vinna það sem ég á að gera fyrir skólan og fjarnámið.
Með nýju ári koma breyttir tímar.
Ég ÆTLA, ég GET og ég SKAL
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.