Dagar 12 og 13 af öðru bloggi

febrúar 6, 2008

Dagur 13

— bollublogg @ 12:14 am

Þessi dagur er búin að vera frekar skrítin. Litli bró kom og var með strákin heima þar sem dagmamman er lasin. Svo tók ég sjeikin til og tók töflurnar mínar. Fór svo í dönsku tíma en kláraði sjeikin á leið í tíma og í tímanum. Svo í 9:30 hléinu þá freystaðist ég til að fá mér samloku með rostbeef og remúlaði. Var svöng og sá ekkert annað sem ég gæti nartað í. Æ örugglega ekki það besta sem ég gat valið og örugglega ekki horft í kringum mig :P En allaveg fór ég til tannsa. Þar kom í ljós að jaxlin hjá mér var dauður (var ekki farin að finna mikið fyrir honum) svo hann fór í það að rótfylla hann. Þegar tannsi var að verða búin að rótfylla og deyfingin farin að fara úr þá fann ég til. Aðalega þó í kjálkanum þar sem hann er einhvað skrítin þegar ég opna hann (kjálkan) alveg uppá gátt. En allavega þá dreif ég mig bara í apótekið og keypti mér verkalyf og náði í annað sem ég átti eftir að sækja.
Dreif mig svo beint í bankan til að ná í nýja debetkortið mitt, opna nýjan reikning og láta leggja inn á reikningin hjá gaurnum mínum. Þegar ég sat þarna í bankanum og beið þá kom inn kona með eldri mann með sér. Sá maður var búin að fá einhvað áfall og átti frekar erfitt með að tjá sig, svo ég sagði henni að skipta við mig um miða svo hún yrði nú á undan mér. Svo tók við frekari bið. Vá beið í rúma klst í heildina. Æ ég fékk svaka sætan bangsa handa honum :D
Fór svo í tíma og dreif mig svo heim, tók þó með mér kleinu og kókómjólk. Fékk alveg svakalega stórt knús þegar ég kom heim settumst svo niður og kláruðum nestið mitt. Algjör dúlla þessi drengur. Svo var brósi sóttur svo við vorum bara ein heima hérna að leika okkur og dúllast. Fengum svo stutta heimsókn og gæjin minn ákvað bara að fara að byrja að labba og leifa skáfrænku að sjá það. Tók sko alveg 3-4 skref til mín :D:D Klæddi hann svo í smekkbuxur af brósa, úff þær eru sko gular. Gæjin var sko geggjaður töffari í þessu, með gult snuð, í gulu bandi og gulum bol. Drifum okkur svo í mat til co í kóp þar var kona frá USA og mamma og börn. Fengum saltkjöt og baunir. Ég borðaði nú fulla skál af súpu, grænmeti og kjöti. Namm namm alveg geggjað en úff hvað ég var fegin að hafa ekki fengið mér meira. Áður fyr hefði ég sko borðað fullt í viðbót. Fór reyndar út í búð og keypti ístertu og vanillu ís en ég borðaði mjög lítið af því. Aðalega keypt handa hinum. Fékk mér svo bara vatn og smá snarl þegar við komum heim aftur.
Ég er búin að panta kjöt og kjötsúpu hjá ömmu í febrúar. Konan frá USA fer heim í lok febrúar, hún verður nú að smakka alvöru íslenska kjötsúpu áður en hún fer heim

Jæja farin að sofa GN

 

febrúar 4, 2008

Dagur 12

 @ 10:15 pm

Jæja dagurinn í dag gekk bara ágætlega. Sváfum til rúmlega 8, kom þá gaurnum til dagmömmunar, náði í Herbalife sendinguna mína. Dreif mig svo í ræktina og tók svo vel á þar. Þegar ég var búin í ræktinni þá var klukkan orðin tæplega 11. Svo ég þurfti aðeins að flakka, fór svo heim og tók herbóið til fyrir systu og fór uppí skóla. Fékk mér þar sjeik og ciabatta. Fór svo í stærðfræði og svo á fund námsráðgjafa.

Svo trítlaði ég útí íþríottahús en lét þar vita að ég myndi ekki taka þátt. Þreytt eftir líkamsrækt morgunsins og fann líka einhvað skrítið á mér. Kom líka í ljós þegar ég var komin útí bíl og var að leggja af stað, þá fékk ég sms frá dagmömmunni að hún væri orðin lasin svo það væri gott að ég gæti sótt strákin sem fyrst. Svo ég dreif mig og náði í hann og kom okkur heim. Fengum okkur svo fiskibollur úr dós og kartöflur.  Honum fanns þær svakalega góðar enda matgæðingur eins og mamma sín.

Sit svo hérna með soya hnetur og Special K súkkulaði stöng með 90 Caloríum :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband