Dagur 14 og 15

DAgurinn í gær var frekar skrítin dagur. Þar sem dagmamman var lasin þá vorum við bara hérna heima, gaf honum að borða og fékk mér sjeik. Fékk mér svo sjeik eftir hádegi og sat svo í leti hérna heima. Strákurinn lagið sig og ég tók íþróttafötin mín til. Svo um kl 17 tók ég okkur til og kom okkur út. ÉG var að fara í ræktina og hann að fara að leika við krakkana í barnagæslunni. Fór svo og labbaði í um 20 mín, tók smá brekku en fór þá bara hægar, fór svo og hjólaði í 10 mín. Fór svo upp og tók einn góðan hring á annari hæðinni, teygði svo vel á og fór í sturtu. Náði svo í strákin og dreif mig í matarboðið sem var búið að bjóða okkur í. Systir pabba hans vildi endilega fá okkur til að koma og ná fjölskyldunni saman og hittast fyrir jarðaför móðir þeirra(ömmu drengsins míns). Þar fór strákurinn af kostum, við fengum æðislegan kjúkling, sósu og meðlæti. Vorum svo komin seint heim.

Í dag vöknuðum við og gerðum okkur klár til að fara út. Þegar við komum út þá vorum við bara mikið að spá í því að snúa við og fara bara inn en ákváðum samt að harka af okkur og sópa af bílnum. Tók nú sinn tíma en hófst á endanum. Áttum í smá vanda að komast útaf planinu en hófst þó, smá vandi að komast nálægt dagmömmunni þar sem allt var snjóað í hel :D en þetta hófst allt. Fór svo uppí skóla en þar hófst vandamálið fyrst fyrir alvöru, úff. Snjórin á planinu var svo rosalegur að ég gat varla farið inná planið. Eftir að hafa rúntað fram og til baka um hverfið í næstum 30 mín þá sá ég loksins að stæði losnaði. ÉG ákvað að leggja í þetta stæði með því að bakka en auðvitað lenti ég í vandræðum þegar ég var að fara að koma mér í burtu en losnaði sem betur fer. Náði svo í herbalife sendingu. Skilaði af mér einum dunk sem var pantaður af mér. Fór svo og verlsaði, náði í barnið og kom okkur heim. Vorum svo með grjónagraut í matin og lifrapylsu, nammnamm en úff borðaði of mikið.

Svo er það bara að drekka slatta af vatni í kvöld, jeee


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir

Takk fyrir vinaboðið, ætla að fylgjast með þessu hjá þér ;o)

Vignir, 12.2.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Fitubolla

Geggjað og takk æðislega. Rosa gott að hafa svona og standa sig. Þegar fólk er að skoða þetta sem þekkir mann. Ég mun líka fylgjast grant mér þér :D

Fitubolla, 19.2.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband