Dagar 16, 17, 18, 19, 20

jæja búin að vera smá leti í gangi hérna. Á föstudaginn náði ég snemma í stubbin og tók hann með mér í ræktina (setti hann í gæsluna) Fór svo og var svakalega dugleg og fór svo í gufubað og sturtu. Þegar ég náði í hann þá var hann enþá einn þar sem fá börn höfðu komið þennan dag vegna veður. Leit reyndar út og sá að það væri búið að versna hrikalega. En við létum það ekki á okkur fá og drifum okkur út. Reyndar pínu erfitt að halda okkur á jörðinni en það hófst. Fór svo með hann til lang ömmu sinnar þar sem hann dvadist um helgina. Veðrið dálítið verra þar en þó ekki svo.
Fór svo heim og gerði tilraun til að leggja mig en það hófst ekki. Ákvað þá bara að koma mér að vinna enda brjálað að gera. Það var svakalega mikið að gera í vinnunni alveg frá 20-4 fór þá aðeins að roast var svo að spá í því að fara heim þegar ég fékk túr til Kefló. Okey lítið mál svo þegar ég kom þangað þá fékk ég túr í bæjin og slatta rúnt um rvk. Svo þegar hann fór að tala um að keyra sér aftur uppeftir þá bara varð ég að segja nei. Get ekki meira. Svo hann fór í annan bíl og ég heim að sofa

Þegar ég vaknaði á laugardegi. Þá var það bara að drífa mig í barnaafmæli, úff borðaði allt of mikið af kökum en æ leifði mér það samt. Svo kom afmælisbarnið og brósi með mér heim, keyptum pizzu og fórum heim, svo fengu þeir að vera heima meðan ég væri að vinna. Það var ekkert mikið að gera. Fór á Serranos og fékk mér að borða OJJJ það var ekkert gott. fór svo snemma heim.

Vaknaði svo kl 14. Fór og náði í strákinn. Náði svo í strákana hérna heima og kom brósa heim til sín og tók svo afmælisbarnið heim til sín og þá ákvað ég að kíkja með gaurinn minn í heimsókn þangað. Enduðum svo í því að borða hjá þeim. Æðislegan mat, kjöt, grænmeti og pínu gos.

Mánudeginum nenntum við ekki að vakna til að fara í ræktina svo við sváfum bara út. Drifum okkur svo á fætur og komum okkur út. Fór í íþróttir í skólanum kl 14:40 en það var sund þennan dag. fór í sund og synti alveg 16 ferðir fór svo í sturtu og í leikfimi fötin, náði í strákin og fór í ræktina. Tók svo svakalega á að ég komst ekki í sturtu því ég var svo lengi í salnum.  Fórum svo og hittum mömmu og krakkana í Kringlunni og fengum okkur að borða. Komum svo heim og strákurinn fór að sofa. Hann var búin að sofa í svona klst þegar hann vaknar upp og fer að væla. Þegar ég kem inní herbergi þá er gaurinn búin að æla tvisvar. Svo ég tók allt af rúminu hans og skellti í þvottavél (átti einmitt þvottatíman) og setti gaurinn í hrein föt. Náðí svo að þurka sængina hans áður en hann sofnaði kl 00:20. Töluðum við ömmu að hún kæmi dagin eftir

Vaknaði í morgun og tók mig til. Amma var með gaurnum meðan ég fór í skólan. Fór svo aðeins á rúntin eftir skólan og fór að versla og fór svo heim. um 12:50 datt herran á hausinn, beint á sjónvarpsskápinn og skartst rétt fyrir ofan vörina. Fékk skurð sko. En hringdi í mömmu og hún kom yfir og keyrði okkur á slysó. Þar fengum við snögga meðferð. Gaurinn deyfður, og saumað 1 spor. Duglegi strákurinn minn vældi svolítið þegar það var verið að deyfa en svo var það bara búið. Fékk svo kú í verðlaun (sko plast). Var svo svaka duglegur hérna heima, bprðaði vel af pizzunni og fór svo að sofa um 20. Búin að sofa vel so far.

Góða nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband