Jæja í gær (miðvikudag) kom mamma hérna um morgunin og var með litla stubbin minn meðan ég skaust í skólan. Kom svo bara heim til að knúsa kútin og dúlla okkur hérna aðeins. Svo lagði stubbur sig aðeins en fórum svo út. Við héldum för okkar niðrí fossvogskapellu en þar var elskuleg fyrrum tengdamóðir mín, hún lést 5 febrúar. Svo við stubbur fórum niðreftir og fengum aðeins að sjáhana í smá stund. Ofboðslega var gott að sjá hvað hún var friðsæl, engir verkir lengur bara eilífða kvíldin. Stubbur skildi náttúrulega ekkert í þessu, horfði bara á ömmu sína og spáði svo ekkert meira í þessu. Blessuð sé minning þín.
Þegar við vorum búin að kveðja hana þá drifum við okkur í ræktina. Hann fór í barnagæsluna sæll og ánægður að vanda og ég dreif mig bara niður, í dressið og svo í salin. Tók svakalega vel á. Fór fyrst í pallatíma, tórði þar í 20 mín svakalega ánægð með það, svo fór ég í skrítna tækið í 3 mín, hjólaði svo í 15 mín (kanski lengur) og fór svo góðan rúnt um tækin uppi. Teygði vel á og svo beint í sturtu. Ég var lengur en vanalega :/ en samt, alveg æðislegt.
Ég finn alveg að ég er farin að taka þyngra í sumum tækjunum :D Geggjað æðislegt að finna munin á mér frá því þarna í janúar og svo núna. ÉG hef ekkert mist brjálæðislega mikið en þó það sem er farið í heildina. Svo er bara svo gaman í ræktinni
Fórum svo í Krónuna, versluðum slatta í matin, slatta í frostið og svo fisk í raspi fyrir kvöldmatin. Stubbur borðaði ekki mikið en dreif sig bara í svefnin.
í dag fórum við á fætur um 9, klæddum okkur og komum okkur út. Örþreytt eftir nóttina og frekar migluð :) fór í fél og upp. Fór svo beint í ræktina og eyddi þar 55 mín í heildina fyrir sturtu. Fór svo í sturtuna og gerði mig klára fyrir jarðaförina. Jarðaförin var kl 15, vorum komin uppí garð um 16 og svo beint í erfisdrykkjuna. Tók svo systur hans sonar míns með okkur. Við fórum og náðum í stubb í pössun, fórum svo heim svo stubbur gæti lagt sig fyrir matarboð kvöldsins.
Við fórum í matarboð til systur pabba sonar míns. Stubbur var rosalega pirraður allt kvöldið, vissi ekkert hvað hann vildi og var bara frekar vælin. Þess á milli sem var svakalega gaman. Hann fékk sér hálfa pylsu fyrir matin og borðaði svo ekkert af kjötinu. Kúgaðist bara af því. Reyndar fynst mér þetta vera orðið frekar algengt að hann kúist af mat. Vonandi að það fari að lagast.
En allavega þá grær sárið hans svakalega vel. Við eigum tíma í viktun, mælingu og svo að láta taka saumana s.s á mánudaginn. Gaman verður að vita hvað hann sé orðin stór og þungur :D
En allavega góða nótt
Kv
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.