Úff ég fann þetta og langar til að skella þessu hérna inn. Maður verður bara svangur af því að skoða þetta. Við vitum auðvitað rosa vel að bananar innihalda mikið af kolvetnum en við verðum líka að fá banana :D Verði ykkur að góðu
-----------------------------------------------------------------------------------------
Bananabrauð með kanil og hnetum
100 g mjúkt smjör
175 g hunang
2 egg
2 bananar
1/2 tsk kanill
225 g hveiti
50 g valhnetur
50 g brasilíuhnetur
Smjör,hunang, egg, bananar, kanil og hveiti hrært saman. Hnetunum bætt úti og hrært saman. Helt í smurt bökunarform og bakað í 35-40 mínútur v/180°C. Kælt í forminu í 10 mínútur áður en það er borið fram
-----------------------------------------------------------------------------------------
skera 1 banana í tvennt, setja slatta af kanil(ekki kanilsykri, bara kanil) og inn í örbylgjuofn í smá tíma og borða þetta með sýrðum rjóma... Þetta kemur mjööög á óvart, er alveg eins og nammi!:)
----------------------------------------------------------------------------------------
Banana og ávaxtaréttur
100 g jarðaber
100 g hindiber
2 msk hveiti
2 bananr
4 msk jógúrt
25 g saxaðar valhnetur
Berin hituð við vægan hita í potti. Hveitinu stráð yfir þegar að safinn fer að renna úr þeim og hrært í þar til að það fer að þykkna. Soðið í 2 mínútur, takið af hitanum og kælið.
Bananarnir afhýddir og skornir í helmina eftir endilöngu og settir á disk. Berjaþykkninu hlet yfir og jógúrtinni þar ofan á og síðan valhneturnar yfir.
-----------------------------------------------------------------------------------------
Kókosmjölbananar
8 bananar
2 smk bráðið hunang
50 g kókosmjöl
2 msk ristað kókosmjöl
Bananarnir afhýddir og pennslaðir með bræddu hunangi, veltið þeim síðan upp úr kókosmjölinu og ráðið í smurt eldfast mót. Bakið í 20-25 mínútur v/180°C, snúið þeim við einu sinnum á meðan á bakstri stendur. Stráið ristuðu kókosmjöli yfir.
-----------------------------------------------------------------------------------------
Bananarúsínubrauð
225 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
örlítið salt
150 gpúðursykur
2 stappaðir bananar
75 g brætt smörlíki
100 g rúsínur
2 egg slegin í sundur
Blandið öllu saman og hrærið vel, sett í tvö smurð form og bakað v/ 180°C í 50-60 mínútur
-----------------------------------------------------------------------------------------
Bananaostakaka
Botn
225 g mulið hafrakex
1 tsk engifer
50g brætt smjörlíki
Fylling
225 g kotasæla
1 1/2 dl jógúrt
1 msk hunang
3 stappaðir bananar
safi úr hálfri sítrónu
2 tsk matarlímsduft
Botn
Öllu blandað saman og sett í bökunarmót, kælið.
Fylling
Öllu hrært saman, matarlímið leyst upp í 2 msk afheitu vatni í vatnsbaði og blandað saman við blönduna. Hellið hrærunni yfir botninn, kælið
-----------------------------------------------------------------------------------------
-----------------------------------------------------------------------------------------
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.