Dagar 36,37,38,39

Jæja ekkert hefur skánað í þessu hjá mér. Ég er ekki búin að vera dugleg í að taka sjeikin minn og ekkert komist í ræktina. En samt svakalega ánægð með mig. Fór í gær í það að skoða fataskápinn minn. Fann þar buxur sem ég hef ekki passað í heil lengi. Svo ég ákvað að prófa þær. Með smá kvíða þá dreif ég mig í þær og vá ekkert smá æðislegt hvað þær voru stórar á mig Wizard ekkert smá gaman að passa í fötin sín aftur.

Allavega fórum við í myndatökuna á föstudagin. Bróðir minn er semsagt að fara að fermast eftir 2 vikur svo það var verið að taka myndirnar. Svo voru teknar stakar myndir af stubbnum og líka af litlu systur. fjölskyldumyndir og svoleiðis. Það var rosalega gaman fór á mimmtudeginum og fann föt á mig sem mamma sótti svo fyrir myndatökuna. Buxurnar sem ég fann í evans eru númer 22 svo ég er komin niður um eitt heilt númer.

Ég finn bara hvað mér líður miklu betur eftir allan þennan tíma í ræktinni. Ég er orðin orkumeiri, bakið orðið skárra, öklin er orðin margfallt betri. Ef ég kemst ekki í ræktina þá verð ég alveg ómöguleg. Ég hef verið að fara í tíma í ræktinni, prófaði mánapalla en þeir eru allt of hraðir og erfiðir fyrir svona byrjanda eins og mig en ætla að halda áfram að fara í pallatíma og flottar línur.

Sko það sem verst er að ég hef verið að drekka kók, borða snakk, fá mér nammi og svoleiðis ógeð. Eins og ég er dugleg í ræktinni þá á ég svakalega erfitt með að koma lífi mínu í réttar skorður. Ég stunda skólan hrikalega ílla, mataræðið er alveg hræðilegt. Ég veit svakalega vel að ég væri duglegri að passa mataræðið þá væri ég búin að missa miklu meira. En sjálfsagin er stundum ekki meiri. Eins og er er til 1 kókflaska og nammi. Þegar það er búið þá verður ekki meira gos á næstunni. Kristall er rosalega góður og ég á alveg að geta staðið mig í þessu.

stefni að því að mæla mig í vikunni en viktin í ræktinni sagði 112,2 á föstudagin. Viktin hérna heima segir að ég sé komin undir 110kg

Jæja ætla ekki að tuða meira í bili

Kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband