Dagar 41,42,43

Jæja þokkalegir dagar svosem. Þann 4 mars nennti ég ekki að fara á fætur, sváfum til rúmlega 10 fór svo með stubb til dagmömmunar og svo dreif ég mig uppí breiðholt. Sæludagarnir byrjuðu í skólanum kl 12 svo átti að fara í Bláa Lónið kl 13. Þegar búið var að setja hátíðina þá dreif ég mig bara útí bíl. Var alveg svakaleg rigning. Ég dreif mig bara með flakkaran minn í viðgerð, en það er gaman að segja frá því að ég keypti flakkaran 6 nóvember og hef ekki enþá fengið hann til að virka. ÉG hélt að ég væri svona hrikalega mikil ljóska en neinei það var ekki málið. Diskurinn var bilaður svo ég varð að fá nýjan :D típíst fyrir mína heppni að einhvað sé bilað :P Svo þegar ég var búin að ná í stubb þá fórum við til Co í kóp. Hann ætlaði að vera í smá heimsókn meðan ég færi í skvass með vinkonu minni.  Vorum ekki komin heim fyr en um 22

á miðvikudeginum þá var ég nú búin að skrá mig í hóp fyrir hádegi en bara nennti ekki á fætur fyr en rúmlega 10. Fór þá með stubb í pössun og ákvað að drífa mig í skólan eftir hádegi. Var búin að skrá mig í að fara í Draugasetrið, Stokkseyri. Það var svaka stuð en ég efa það nú samt að ég fari þangað aftur. náði svo í stubb og fór með hann heim.

Í dag fimmtudagin 6 mars er stubburinn minn orðin 16 mánaða. Farin að labba svolítið mörg skref þó það sé nú enþá smávegis í að hann sleppi sér alveg. Í dag eru 10 dagar í að bróðir minn fermist. 

En í dag var ég svakalega dugleg. Við vöknuðum hérna kl 8:10. Fórum á fætur, klæddum okkur og komum okkur út. Var komin með stubb til dagmömmunar kl 8:54 Grin Fór svo aðeins heim, las blöðin, tók vítamínin mín. Var komin niðrí Hreyfingu kl 10, fór þar í tíma kl 10:10 fanst hann reyndar alveg hræðilega leiðinlegur Errm svo ég fór fljótt út. Fór þá bara í upphitun í hjóli, skíðatækinu og skrítna tækinu. Fór þá upp og tók aðeins á því fyrir neðri hlutan. Fór svo niður og labbaði í nokkrar mín og svo upp aftur. Tók betur á lærunum og bakinu, teygði svo á og fór í sturtu. Eftir sturtuna steig ég á viktina og æðislegt 1 heilt helvítis kíló.

Ótrúlegt hvað óhollustan er hrikaleg. Datt aðeins í gos, snakk, nammi og skyndibita. Þvílíkar geðshræringar sem eru búnar að eiga sér stað hérna. Skólin að ganga hrikalega ílla. Ferlega íllt í löppunum og allt í volli Devil

Allavega fór í göngugreinu kl 13:20. Hann vildi endilega að ég fengi innlegg.Whistling Úff það kostaði svakalega mikið Crying veskinu mínu leið hræðilega á eftir úff. En vonandi að ég skáni við að fá það. Fæ innleggið á næsta fimmtudag. Vonandi að ég skáni í löppinni.

Fór svo heim tók til, gekk frá þvotti, ryksugaði, skúraði og lagaði meira til. Svakalega ánægð með mig. Náði svo í stubb, eldaði matin og Namm hann var æðislega góður. Kjúklingur, hrísgrjón og sósa (Kjúklingur í kvöld með hungangi og sinnepi)

En allavega nó að lesa fyrir ykkur í dag er hætt í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband