Dagar 44,45,46,47,48,49

Jæja ekki verið duglega að skrifa hérna. Á föstudagin fór ég í ræktina svo kom besta vinkona mín til Rvíkur. Hún var svo með strákin minn alla helgina meðan ég var að vinna. Svakalegt stuð hjá þeim á laugardagsmorgninum. Tóku strætó og fóru í bæjin í svakalega góðan göngutúr. Svo gerðist það um helgina að stubburinn minn héllt af stað. Tók sín fyrstu alvöru skref útí lífið, án þess að einhver væri að kvetja hann áfram. Svakalega stollt ungamamma hérna.

Jæja ég var svo að vinna á laugardagskvöldið og vann alveg til kl 8. Var sko að prófa hydroxycut. Tók 3 töflur á föstudagskvöldið um 23 en fann engan mun á mér. Lenti svo í alveg hrikalegum kúnnum u 4:30 um nóttina. Þvílíkir dónar að ég var hálfpartin í áfalli á eftir. Allavega fór ég heim fljótt eftir það.
Tók svo 4 töflur um 22:30 á laugardagskvöldinu og fékk mér pulsu 30mín síðar. Ég var ekkert smá orkumikil. vakti alveg til 8. Var búin að skila vinnubílnum og var á heimleið þegar ég fór að geyspa. Svo já þetta virkaði ekkert smá vel á mig það kvöldið. Stefni á að kaupa mér svona töflur fljótlega

dagurinn í dag byrjaði bara nokkuð þokkalega. Lital systir gisti hjá okkur í nótt. Ég fékk mér sjeik í morgun og stefndi á ræktina eftir hádegið. Fór á flakk og dreif mig svo í ræktina. Fattaði þegar ég stóð þar á nærfötunum að buxurnar mínar voru heima Halo alveg er ég hrikaleg þegar ég tek mig til. Allavega fór ég þá bara á ljósmydastofuna og náði í myndirnar. hringdi svo í mömmu og dró hana á kaffihús til að fara yfir myndirnar og svoleiðis. Fékk mér reyndar kókglas og créps.Myndirnar eru hreynlega geggjaðar ég er rosalega ánægð með þær.

Allavega hefur mataræðið ekkert verið uppá marga fiska. Ég hef alveg passað mig að borða ekki margar kaloríur og reynt að taka vítamínin mín en hefur ekkert gengið rosalega vel að taka sjeikin. Úff virðist vera einhvað erfitt fyrir mig að taka hann á morgnana.

finn samt alveg rosalega mikin mun á mér. Flest fötin mín eru orðin allt of stór á mig, bolir farnir að lafa utaná mér, nærfötin eru orðin allt of stór Wizard brjósthaldararnir eru ornir frekar asnalegair á mér (allt of víðir og skálarnar einhvað skrítnar) svo hér á þessu heimili ríkir þvílíkt ástand. Skattaskýrslan er enþá bara bara hugsun en ekkert er að gerast í þeim málunum Tounge 

Skólamálin eru ekkert að skírast. Er nú svolítið að spá í því að fara í skólan á morgun og föstudag og taka svo ákvörðun um og eftir páskana. Er samt ekkert að sjá að ég muni skipta um skoðun.

Jæja hætt í bili kveðja fitubolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband