Nú jæja í dag er komin 13 mars og 50 dagar síðan ég tík þá ákvörðun að breyta lífi minu. Að mjög mörgu leiti hef ég ekki staðið mig í því en þó lært setninguna "Allt er gott í hófi" og "Ég kemst alveg af án þess að fá mér þetta". Ég hef reynt að hlusta betur á líkaman og skilja merkin sem hann er að gefa mér. Ég hef líka tekið betur eftir því að hætta þegar ég er orðin mettuð en stend mig þó ekki alltaf í því að hætta .
Ég er farin að borða meira grænmeti og minni skammtar. Er ekki heldur að standa mig 100% í Herbalifeinu en reytni þó að taka vítamínin 1-2 á dag ásamt því að taka allavega 5 sjeika á viku sem ég hef alveg getað og stundum tekið fleyri. Hef líka stundum slept úr morgunmatnum ef ég er að fara í ræktina og svoleiðis. Svo ég er að taka inn miklu minna en áður var.
Ég er svotil alveg hætt að fá mér:
Rjómapasta
Kaffi
Hamborgara
Franskar
Því mér verður bara hreinlega íllt af þessu.
Ef ég lít til baka og horfi á það að um áramótin var ég alveg á mörkum þess að kaupa mér 22 eða 24 í Evans. Fyrir ferminguna keypti ég mér buxur nr 20 !!. Bolur sem ég keypti mér á síðasta ári var svö þröngur yfir lærin að strengurinn skarst inní lærin, hann liggur flott á þeim núna :D Ég keypti mér fyrir áramótin brjósthaldara í stærð 90E en fór núna í vikunni og keypti stærð 85F Skil ekki alveg málið með að stækka skálina en hann er mikið betri á mér heldur en þeir sem ég keypti fyrir áramótin.
ÉG get labbað upp tröppur án þess að vera móð, fer uppá 3 hæð án þess að stoppa. Reyndar útaf verkjunum í hægri fæti hefur aðeins dregið á ógæfuhliðina en það skánar vonandi núna þegar ég er komin með innlegg. Ég prufu"keyri" það á morgun.
See ya
Athugasemdir
Hæ, var að bæta þér við sem bloggvin. Frábært hjá þér að taka þessa ákvörðun og skrifa svo um hana. Ég er ekki í litlu stærðunum sjálf en langar til þess. Matur er bara SVO góður
Kveðja, Soffía
Soffía, 13.3.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.