Dagar 51,52,53,54

Jæja nú er fermingin yfirstaðin og allt gekk svakalega vel. Hef reyndar ekki komist í ræktina enþá en stefni á að fara á morgun. Fékk mér svolítið af heitum réttum í gær og smá köku en reyndi þó að passa magnið. Ég var að vinna á föstudagskvöldið þá var stubbur hjá ömmu og afa í Kópavogi. Hann er svo háður afa sínum að hann sér varla neitt annað en hann. Ferlega krúttlegt að sjá hvað hann fleygir sér í fangið á honum þegar þeir hittast. Svo þegar við förum í heimsókn til þeirra þá verður afi að sýna honum fuglin. Annars verður stubbur svakalega fúll og fuglin fer að garga á hann.

Skólin er komin í frí og ég nýt letinar hérna heima. Ég er einhvernvegin farin að efast um að ég klári þessa önn. Hef nú eiginlega engan áhuga á því, svei mér þá GetLost Æ veit einhvernvegin ekkert hvað ég vil á þessum tímapúnti. Bílalánið mitt er að hækka uppúr öllu valdi, ég þarf að fara og redda tryggingunum, úff. Búin að taka þá ákvörðun að taka númerin af bílnum mínum og hafa hann númerislausan í sumar. Spara mér bensín og fara að hreyfa sig meira. Svo verð ég að vinna í sumar svo ég mun nota vinnubílana ef einhvað verður.

En kveð í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband