Jæja vika 1 er þá búin. Ég sakna þess ekkert að fá mér allt þetta sem ég borðaði áður en aftur á móti hef ég ómeðvitað verið að svelta mig. Fyrstu tvo dagana borðaði ég allt of lítið en næstu 3 voru fínir. En svo kom helgin og ég bara borðaði næstum ekkert alla helgina. Alls ekki meðvitað ég bara fattaði það allt í einu bara VÁ ég er geðveikt svöng en gleymdi því svo bara og fór að gera eitthvað annað.
Dagur 1 í viku 2 er reyndar að fara svona líka. Eina sem ég er búin að borða í dag er bananabrauð, 1 beigla með osti og 2 eða 3 glös af gosi. Jább nýbúin að borða beigluna mína og enþá svöng en langar samt ekki í neitt. ÓTrúlega skrítin tilfining
En allavega er ég mjög ánægð með mig að vera hætt þessu sífellda narti en þarf að fara að stilla mig inná klukkuna svo ég fari að borða eitthvað.
En með hreyfinguna. Þá fór ég fyrstu 2 dagana en svo ekkert í 2 daga. Fór svo á föstudeginum í búðina, náði í barnið og heim í alveg kolvitlausu veðri. Laugardaginn var vitlaust veður líka svo ég var inni en fór í góðan göngutúr í gær í búðina og til baka. Vorum alveg rúma klst. Í morgun fór ég með barnið í leikskólan, í heimsókn og svo aftur heim. Veðrið orðið slæmt þegar ég fór heim en ég komst mína leið. Var reyndar eins og snjókall þegar ég kom heim en það skaðar engan
En þarf að taka mig á í mataræðinu áður en ég hægi á brenslunni
Meira síðar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.