7mars

Jæja er loksins komin inní prógramið á Reykjalundi. Byrjaði á þriðjudaginn og var svo heppin að lenda í góðum hóp fólks. Tveir hópar eru í gangi og allir alveg æðislegir. Mikið að hafa fyrir stafni og rosalega gaman. Búin að fara í ræktina, tennis, sundleikfimi, iðjuþjálfun (er að gera lampa þar) og ýmsa fyrilestra. Eins alltaf æðislegur matur í hádeginu og ekki verra að hafa skemmtilegan herbergisfélaga.

S.s.  fór í viktun 20febrúar og átti þá eftir 1.8kg en hafði þó samband við Reykjalund sem vildu gefa mér betri svör við næstu viktun. Fór svo í viktun 26feb var þá búin að losa mig við 1,4kg svo aðeins 400gr eftir í fyrsta markmið. Fékk þá jákvætt svar frá Reykjalundi og var farin af stað suður daginn eftir.

Þá helgina voru tvenn afmæli kvort um sig hlaðið tertum sem innihéldu mikið afð hveiti, sykri og annari óhollustu sem allt fór alveg hrikalega ílla í migog var ég bara alveg hrikalega uppþanin eftir helgina með magan í skralli og algjört ógeð á mat. 

En frá því 21nóvember er ég búin að losa mig við rúm 6kg og 11cm í heildina svo árangurinn er aðeins farin að láta sjá sig

Meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband