7maí 09

Úff hvað ég er hrikalega léleg að skrifa hérna. Það er alls ekki vegna þess að mér sé ekki að ganga vel heldur er það frestunarárátta.

Ég semsagt fór í Reykjalundarprógramið 3.mars og var það til 3.apríl. Ég lenti í yndislegum hóp og allt gekk hrikalega vel. Þar er rosalega fjölbreytt hreyfing og möguleiki á að kynnast langflestu sem tengist líkamsrækt og almen hreyfing. Síðan fór ég í Iðjuþjálfun einu sinni í viku og náði að dúllast aðeins þar en þó minna en ég hefði geta. En á heildina litið þá var ég hrikalega heppin að fá að komast að þarna og hitta allt þetta fólk. takk æðislega fyrir stuðningin, skemmtunina, bíóferðina, djammið og allar hinar stundirnar líka 

Barnið mitt var hjá mér í borginni fyrstu og síðustu vikuna (var í 5 vikur) og fékk hann þá að dúllast með ömmu og afa.  Hinar vikurnar var hann á austurlandi hjá góðu fólki sem hann fer að jafnaði til 1 helgi í mánuði en við kíkjum svo til þeirra inná milli. 

Í mínum málum er staðan sú að endurhæffingarlífeyririn minn er að renna út núna í júní svo sú ákvörðun hefur verið tekin að óska eftir frekari örorku fyrir mig þar sem ég á enþá langt í land að verða að fullu vinnufær en ég ætla mér þó að horfa í kringum mig í haust kvort ég geti fundið eitthvað hlutastarf þannig að ég geti byrjað eða að ég fari í starfsendurhæfingu sem inniheldur þá eitthvað náð og fleira.

Líkamleg staða mín er svona þokkalega. Bakið á mér er búið að haga sér ílla við mig og lappirnar leiðinlegar. Eftir reykjalund þá kom ég hérna heim og var að smella í gírin með að fara í ræktina aftur þegar barnið veikist og er bara mikið veikt hérna í viku með tilheyrandi hreifingarleisi, setu, kúri og loftleysi. rétt komst í búðina, apótekið og til læknis. Annars var það bara að hanga inni. En fór þó í dag og í gær og fer aftur á morgun. er svo að fara suður og hitti  doxan sem var með minn hóp og fæ að vita meira. 

Þyngdin. Þegar ég var sem þyngst þá var ég 122.2kg um jólin 2005. Í dag er ég 110kg og vá þvílíkur munur. Mér tókst að ná af mér 5kg á Reykjalundi sem ég er rosalega ánægð með :D vonandi að þetta haldi áfram á sömu braut

síðan það síðasta. Þegar ég var inná Reykjalundi þá fór ég í ADHD test og skoraði rosaleag hátt í því. Fæ niðurstöðurnar á mánudaginn og verður það rosalega áhugavert. 

En allavega þarf að fara að taka mig á í þessum skrifum

Kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband