27 maí 2009

Jæja lífið gengur bara ágætlega þó það gæti gengið miklu betur. Partur af mínum RL hóp er að fara í aðgerð í dag og á morgun svo það verður bara gaman að fylgjast með þeim. Ég er ekki komin á biðlistan og ætla bara að sjá með það í haust. Er bara rosa fegin að vera ekki að fara í aðgerðina núna en óska ég þeim sem núna fara, góðs gengis.

Síðan í júní er ég að fara suður á við ætla að halda uppá 17 júní með mömmu og genginu sem verður bara æði. Er jafnvel að spá í afmælisvelsu 16 júní en veit ekki alveg hvar það ætti að vera, en það er í skoðun. síðan verður vika í sumarbústað í sveitasælunni þar sem ég mun komast í sund, göngutúra, sólbað (svo framalega ef sólin verður), heitapottin og svo er spurnig hvort hjólið mitt fái að koma með. 

S.s. ég var að eignast hjól, búin að kaupa stól fyrir barnið aftaná. Þarf bara aðeins að dytta að hjólinu áður en það kemst í almenilega notkun. En það tekur ekki langan tíma svo það er bara um að gera að skella sér í það :D

Mataræðið hefur gengið brösulega en get þó verið stollt af því að ég hef staðið í stað á viktinni. Svo er bara að fara að taka sig á og hjóla slatta.

fitubolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband