03.02.2008 / 20:37:48 / feitabollublogg
Dagur 11
Jæja vöknuðum um 10:30 og klæddi okkur í fötin. Gerði herbalife fyrir mig og setti mjólk í pelan hans. Fórum svo í sunnudagsskólan. Þar voru rosalega fáir svo gaurinn gat aðeins skriðið um og leikið sér. Svo fór ég með hann til co í kóp svo ég gæti farið í ræktina. Ég gekk rösklega í 22 mín, fór svo í einhvað svona tæki sem er eins og maður sé á gönguskíðum. Gat verið í 3 mín þar en vá það var svakalega erfitt. Fór svo upp og gerði svakalega mikið af æfingum þar, fór sko í öll tæknin svo var það heit og æðisleg sturta á eftir. Steig svo á viktina í ræktina sem segir að ég sé 114 kg en viktin hérna heima er ekki samála henni
Fór svo í Hagkaup og keypti bollur og tók með mér þegar ég náði í strákinn. Fór svo í Max og keypti 3 dvd diska. Fór svo inní Kóp til þeirra en þar svaf gaurinn vært. Þegar hann vaknaði þá bauð ég honum bollu sem hann vildi alls ekki. En ég borðaði 2 og 1/2 bollu og vatn.
Fórums vo þaðan svo ég ákvað að kíkja inní Max í Kauptúni. Það fundum við 2 DvD sem við ákváðum að kaupa. Fór svo og keypti mér matvinnslu vél og blandara. Reyni að selja systu gamla blandaran Kíktum við í Bónus og komum okkur svo heim.
Þegar við komum heim þá biðu mamma og co eftir okkur því við ætluðum að fá okkur svona taco. Gaurinn fékk sinn gaffal og hakk, sveppi og ost í skál. Gekk einhvað erfilega að borða þetta með gaflinum. Svo fór hann bara að sofa, þreyttur eftir langan dag.
svo er það snemma á fætur í fyrramálið, ná í Herbalifeið mitt og koma mér í ræktina Hitta svo systu um 11 svo er það skólin um 11:25
Kveðja
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
03.02.2008 / 20:37:24 / feitabollublogg
Dagur 10
Laugardagur
Æðislegur dagur, vöknuðum í seinnalagi og fengum okkur morgunmat (ég herbó. Fórum svo hamförum um heimilið og tókum til. Fór í gegnum fötin hans, fataskápin minn, braut saman þvott, hennti fötum, raðaði fötum, skipti um á rúminu hans og svo lagði hann sig. Þegar hann vaknaði aftur þá fór hann að leika sér, svo fórum við út að borða með mömmu og brósa. Gaur fékk sér samloku og franskar og fékk svo að smakka lambasteikina mína. Rosalega góður matur. Komum okkur svo heim og kom honum í bólið. Sat svo frameftir og lét mér leiðast.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
02.02.2008 / 21:09:09 / feitabollublogg
Dagur 9
Úff þessi dagur er búin að vera svakalega skrítin. Við vöknuðum í seinnalagi í dag, var kvortið er búin að missa af fyrsta tímanum svo ég ákvað bara að sofa af mér tíma 2 líka þar sem ég ætla kvortið er að segja mig úr þeim tíma. SVo þegar við vöknuðum aftur þegar tími 2 var búin þá fattaði ég að tímin sem ég hélt að væri að ljúka var bara ekki. Það var tími 3 sem ég hélt að væri nr 2.
En allavega þá ákvað ég bara að nýta dagin vel. Ég borgaði reikningana, gaf gaurnum að drekka og kom honum svo til dagmömmunar rétt tímanlega í matartíman. Svo fór ég heim og tók aðeins til, byrjaði á bókhaldinu og hringdi nokkur símtöl. Fékk mér samloku í morgunmat. Fór svo og náði í gaurinn og tók hann með mér niðrí Hreyfingu. Gekk þar frá 1 árs samningi við þá svo nú er ekkert stoppað. Svo ég fór með strákin í barnagæsluna og pillaðu mér svo inní salinn. Var rosalega dugleg og kekk í næstum 30mín. Fór svo upp í tækin og var rosa dugleg, teygði svo vel á og fór í sturtu. Náði svo í gaurinn og fórum svo uppí Kringlu. Fengum okkur Rikki Chan að borða, skoðuðum smávegis á útsölunum og komum okkur svo út
ÉG hringdi svo í co í HFJ og boðaði komu okkar. Þar var amma nýbúin að baka ástarpunga sem er eitt af því besta í heimi Þar fór gaurinn alveg af kostum og dreyfði úr sínum ástarpung útum allt . Pilluðum okkur svo heim svo hann gæti farið að sofa.
Lítið annað sem gerðist þennan dag
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
01.02.2008 / 00:15:38 / feitabollublogg
Dagur 8
jæja þegar við drifum okkur á fætur í morgun þá fór ég í það að gera sjeikinn minn tilbúinn meðan gaurinn skreið inní stofu og fór að leika sér. Tók svo sjeikinn með mér alla leið inní tíma þar sem ég gleymdi að klára sjeikinn á leiðinni. Fór svo í hádeginu og keypti mér ciabatta með skinku, osti, káli, gúrku og sinnepssósu. Vá hvað þetta var svakalega gott, og ég get svo svarið það að þetta var betra heldur en í síðustu viku. Þurfti svo að stússast aðeins áður en ég færi í stærðfræði
14:55 mætti ég svo í leikfimina. Dreif mig í dressið sem er enþá frekar lítið notað en er sko að vinna í því. Allavega þegar ég kom upp tók einhver maður á móti mér sem ég hef nú ekki séð mikið af áður. Svo fór ég á brettið en fann mjög fljótt að kennarinn minn er búin að vera svolítið mikið í því að halda í við mig og drífa mig áfram. Ég gekk ekki nema í 8mín og langaði mest til að hætta þá en ákvað að skella mér á brettið aftur sem ég gerði og gekk þá á hraða 45 og 5 í 20mín svo náði ég í strákin og dreif okkur heim.
Við kúrðum okkur smávegis í sófanum meðan kartöflurnar og bjúgan suðu. Fengum okkur svo matin og vá hann borðaði meira en ég. Ég fékk mér 1/4 en hann alveg rúmlega 1/2 og slatta af kartöflum. Svo fórum við saman í bað og slöppuðum aðeins af og lékum okkur smávegis. Skellti svo gæjanum uppí rúm að sofa.
Vá hvað mig langaði svakalega til að panta mér pizzu hér í kvöld. En stóðst freystinguna
Jæja ekkert búin að fá mér í kvöld nema 4 hrískökur með súkkulaði og vatn.
See ya
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
31.01.2008 / 11:38:39 / feitabollublogg
Dagur 7
Úff datt aðeins niður í dag. Fékk mér sjeikinn minn en án próteins og töflurnar. Frekar í seinnalagi þar sem við fórum seint á fætur. Svo fór ég í tíma og spáði svaka mikið í því kvort ég ætti að fá mér smá að borða í hádeginu en tók þá ákvörðun á endanum að fá mér ciabatta. Þegar ég kom inní matsal sá ég að það væri ostapasta með kjúkling. Mmmmmm já mig langaði í það. Svo ég sló til og fékk mér. En guð minn almáttugur, ég hefði betur sleppt því, þvílíkur viðbjóður sem það var. Úff
Jæja svo náði ég í litla grislinginn og við skruppum í Ikea, fundum nýjan plast dall undir dótið í horninu hérna, þetta dót er algjörlega að flæða útum allt. Dallurinn sem var í horninu er brotin svo ég varð að redda öðrum. En svo þegar við vorum búin að labba 1 hæðina þá var gaurinn orðin svangur svo ég fór og keypti handa okkur svona grænmetisbuff og kartöflur. Honum fanst buffið alveg ágætt en borðaði auðvitað mikið af kartöflunum. Fékk svo að smakka kúskús sem hann var nú ekkert allt of hrifin af. Fórum svo niður og náðum í restina að því sem við ætluðum að versla.
Fórum svo þaðan í Grafarvogin þar sem við vorum búin að boða komu okkar í köku. Þar beið okkar svakalega góð peruterta en við borðuðum bara frekar lítið af henni. Þar sem perurnar eru frekar sætar og ég fíla ekki svoleiðis. En hún var samt alveg ferlega góð. Takk fyrir okkur
Drifum okkur svo heim þar sem gaurinn fékk sér skyr og fór svo að sofa. Ég fékk mér ekkert þar sem ég var búin að borða minn skammt yfir dagin.
See ya
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
29.01.2008 / 23:18:14 / feitabollublogg
Dagur 6
Vá ég bara varð að fara á viktina í gær. 2 kg farin, sást sko alveg greynilega
Allavega þegar ég vaknaði í morgun þá fékk ég mér skeik (án próteins) og vítamínin mín. Svo fór ég í Bónus útá nesi í morgun, þar var 30 % afsláttur af öllu svo ég ákvað að fara og spara smávegis og fá smá tíma í að gera einhvað annað. Var þar til rúmlega 13, orðin verulega svöng svo ég dreif mig uppí skóla og náði mér í mjólk til að fá mér sjeikin minn. Svo náði ég í brósa og grislinginn minn og fór svo heim. Gaf þeim bara brauð, tók töflurnar mínar og dreif mig í afmælisveislu. næst bestasta vinkonan í heiminum á afmæli í dag, til hamingju með daginn.
Þar fékk ég heitan rétt og smá perutertu. Borðaði reyndar pínu af þessu en sé ekkert eftir því. Verð líka að leifa mér að fá mér smá sykur þarf bara að læra að hætta og geta borðað minna en ég hef ekki mikið verið dugleg í að passa mig. Ég var rosalega dugleg áðan að borða ekki of mikið og fá mér vatn með.
Er alveg farin að elska að fá mér vatn og fynst bara gott að fá mér teið mitt þegar ég er í ræktinni.
Svo talaði ég við Hreyfingu í dag og konan sem ég talaði við ætlaði að gera samningin minn tilbúin þegar ég mæti á laugardaginn. En auðvitað þegar ég var búin að tala við hana þá langar mig geðveikt til að fara á föstudaginn eftir hádegi alltaf er maður með einhvað vesen, úff
En allavega þá geri ég passlega ráð fyrir því að við verðum bara hérna heima um helgina svo það geti vel verið að ég fari bara í ræktina á laugardaginn og svo í sunnudagaskólan og kíkja jafnvel í ræktina þá aftur.
Allavega þá er ég farin að sofa núna. Er bara drullu þreytt eftir að hafa borðað þennan sykur áðan
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
28.01.2008 / 21:31:48 / feitabollublogg
Dagur 5
Jæja góðru dagur í dag. Ég vaknaði, tók töflurnar og fór með barnið í pössun. Fór svo í sjúkraþjálfun og fékk mér sjeikin á eftir. Fékk mér svo annan sjeik og vítamín um kl 13 og fullt af vatni. Fór svo í ræktina kl 15 og var svakalega dugleg. gekk á hraða 5 í 11 mín. Fór svo í tækin í 6 mín ca. og gekk svo á hraða 4.5 í 3 mín og hraða 5 í 12 mín. Teygði svo á og fór í sturtu.
Kvöldmaturinn var steiktar fiskibollur og forsoðnar kartöflur með tómatsósu. Smá epladjús með. Elska þennan mat. Svo verða líklegast bjúgur á morgun. Fékk mér svo hrískökur áðan í kvöldsnarl
GN
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
27.01.2008 / 20:40:55 / feitabollublogg
Dagur 4
Jæja þokkalegur dagur í dag, ég svaf til rétt að verða 14 dreif mig þá framúr og fékk mér sjeik og vítamín. Fór svo og náði í bafnið og skrapp í Kringluna. Þar fórum við inná kaffihús og fengum okkur svona pönnuköku með hrísgrjónum, papriku, sveppum, skinku og osti og svo hrikalega vondan Topp með (bara lítið.
Komum svo hérna heim og gaf barninu bláberja hafragraut sem er sko alveg hræðilega vondur. Er að spá í aðf ara bara og fá mér sjeik og svo bara rísköku í kvöldsnakk.
Ræktin á morgun Geggjað
Bæ
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
27.01.2008 / 08:04:21 / feitabollublogg
Dagur 3
Vá hvað ég er búin að vera orku mikið. Ég sofnaði þarna í morgun, vaknaði svo um 12 en stein rotaðist aftur og svaf til að verða 14. Fékk mér sjeik um 15 (og vítamín) og lagðist svo bara aftur uppí rúm með lappan og kveikti á DVD mynd, Bee movie varð fyrir valinu. Þessi mynd er bara tær snilld. En okey svo nartaði ég í 3 svonahrískökur með súkkulaði ofaná og djúsglas.
Um 19 ákvað ég að hitta mömmu og brósa og fá mér KFC og sódavatn. ÉG fékk mér bbq borgara, og sódavatn (engar franskar). Svo borðaði ég borgaran og fékk mér hálfa litla frönsku frá litlabróðir. Náði svo í vinnuna mína og vá hvað ég fann að mér var farið að líða ílla. Mér var bara virkilega flögurt af ofáti og leið ílla langt frameftir miðnættið. Allavega þá fór ég inní 10-11 og keypti tvö svona ófyllt hríspáskaegg nr1. Ég nartaði í 1 fyrir 12 og hitt um 4 í nótt. Var svo með eina sítrónu kristalsflösku mér við hlið og var bara nokkuð góð. Ég fann fyrir vellíðan (eftir ógleðina), var svakalega hress, fann ekki fyrir þreytu fyr en 6 (áðan).
Ég er sko að fara að panta vörur núna á föstudaginn líklegast og vá hvað mig hlakar til Er að verða próteinlaus, og svo er ekki mikið eftir af vanillunni. SVo ætla ég að bæta við mig töflum og "nammi" en ég á nó af teinu enþá sem fer alltaf í sjeikana
Jæja ætla að fara að sofa.
GN
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
26.01.2008 / 06:54:38 / feitabollublogg
Dagur 2 frh
Jæja í dag fór ég á fund kl 17, klikkaði alveg á því að taka með mér sjeikin en fékk einhvað ógeð að borða. Það átti víst að heita grænmeti en ég er ekki svo viss. Ég borðið bara pínulítið af því en sat svo bara á þambinu með vatnið mitt. Frá 17-19:40. Guð einn veit hvað ég drakk mikið vatn. Tók nú vítamínin mín og svona.
Þegar fundurinn var búin þá dreif ég mig heim til að fá mér sjeik enda aðframkomin af hungri. Dreif mig svo út að vinna sem gegg þokkalega þar til rétt fyrir miðnætti þá fór ég og fékk mér skinku subway, með osti, káli, papriku og svörtum ólífum, smá salt og pipar, bbQ sósu og oggulítið majones og sötraði flöskutrópí með . Var södd og sæl eftir það. En svo var klukkan að verða 4 og ég var gefast upp af þreytu, langaði mest heim en hafði víst ekki þann valkost. Svo ég dreif mig inná kaffistofu og þar var nú fátt í boði. Svo ég mað geggjað sakviskubið endaði í að fá tvö egg, þrjár lengjur af smávöxnu beikoni og eina brauðsneið. Ég tórði að vinna til 6:20 en þá bara var á mörkunum að ég gæti komið mér heim. En hér er ég
Jæja stollt held ég til náða snemma á laugardags morgni
Góða nótt
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
25.01.2008 / 14:33:07 / feitabollublogg
Dagur 2
Jæja dagur tvö hafin. Í dag þegar ég vaknaði þá fékk ég mér um 30gr af skyri, sjeik og töflur. Í hádeginu hituðum við okkur pizzu (Euroshopper) fékk ég mér þá um 1/4 af henni ætla svo að fá mér sjeik seinnipartin áður en ég fer út. Ég átti frekar erfitt með að sofna í gær svo ég svar frá 1:30-7:40 í morgun. Er svo að fara að vinna í kvöld svo ég ætla að stefna að því að hafa bara með mér hristara og blöndu og fá mér í nótt, fæ mér svo kvöldmat um 21 í kvöld.
Já og ég viktaði mig í gær en finn hvergi málband svo ég get ekki mælt mig, en fer í það um helgina að draga það upp.
Kv bara drukkið vatn í dag
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
24.01.2008 / 19:32:56 / feitabollublogg
Dagur 1 frh.
Jæja dagurinn í dag fór betur en á horfðist. Í hádeginu keypti ég mér sítrónutopp og pizzasneið (1/4) og borðaði svo bara helmingin af sneiðinni og smávegis af toppnum. Fór svo í tíma og í ræktina kl 15. Þar var ég svakalega dugleg. Ég gekk rösklega á hraða 5.0 í 7mín, fór svo í smá tæki og svo aftur í 7mín, svo smá kvíld og svo í 7mín aftur, smá kvíld og kláraði þetta svo með 8 mín og í smá hæð. geggjað ánægð með mig vá svo er það næst á mánudagin. Er svo að fara að byrja í sjúkraþjálfun í næstu viku en það er til að styrkja bak, háls, herða og ökla
Jæja kom svo heim og fékk mér vítamín og eina skál af Special K og er með aðra núna. En vá hvað maður er þreyttur eftir að taka svona vel á.
Jæja farin að læra
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
24.01.2008 / 11:45:50 / feitabollublogg
Dagur 1
Jæja í dag er dagur 1
Áður en faið var að sofa í gær fór ég og gerði Herbalife ið mitt tilbúið, tók til sjeikduftið, töflurnar og teið og hélt til náða.
Svo þegar farið var á fætur í morgun (frekar seint) þá bætti ég við mjólkinni tók töflurnar og hélt út. Verð að viðurkenna að alltaf fynst mér herbalife ið mitt geggjað gott, miklu léttari eftir að hafa tekið sjeikin og bara mettunartilfining. Ef ég er að borða mat þá virðist ég ekki geta hætt þegar ég er orðin södd, veit ekki hvað málið er en ég virðist bara ekki geta hent matnum þegar ég er orðin södd, þarf alltaf að klára (ojjj) svo sit ég og langar mest til að fara inná bað og skila matnuð æ mér fynst það svo ömulegt.
Núna þetta vör ætla ég að fara í íþróttir í skólanum tvisvar í viku (mánudaga og fimmtudaga) svo er það sjúkraþjálfun tvisvar í viku (veit ekki enþá hvaða daga) en ég er búin að vera í þessari þjálfun síðan í sept/okt og gengið rosalega vel.
Svo núna er það bara að taka sig á og gera betur. Í kvöld ætla ég að vikta og mæla mig og skella hérna inn.
Jæja ég skelli meiru inn í kvöld
Kveðja feitabollan
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------