Dagur 50

Nú jæja í dag er komin 13 mars og 50 dagar síðan ég tík þá ákvörðun að breyta lífi minu. Að mjög mörgu leiti hef ég ekki staðið mig í því en þó lært setninguna "Allt er gott í hófi" og "Ég kemst alveg af án þess að fá mér þetta". Ég hef reynt að hlusta betur á líkaman og skilja merkin sem hann er að gefa mér. Ég hef líka tekið betur eftir því að hætta þegar ég er orðin mettuð en stend mig þó ekki alltaf í því að hætta Errm.

Ég er farin að borða meira grænmeti og minni skammtar. Er ekki heldur að standa mig 100% í Herbalifeinu en reytni þó að taka vítamínin 1-2 á dag ásamt því að taka allavega 5 sjeika á viku sem ég hef alveg getað og stundum tekið fleyri. Hef líka stundum slept úr morgunmatnum ef ég er að fara í ræktina og svoleiðis. Svo ég er að taka inn miklu minna en áður var.

Ég er svotil alveg hætt að fá mér:

Rjómapasta
Kaffi
Hamborgara
Franskar

Því mér verður bara hreinlega íllt af þessu.

Ef ég lít til baka og horfi á það að um áramótin var ég alveg á mörkum þess að kaupa mér 22 eða 24 í Evans. Fyrir ferminguna keypti ég mér buxur nr 20 !!. Bolur sem ég keypti mér á síðasta ári var svö þröngur yfir lærin að strengurinn skarst inní lærin, hann liggur flott á þeim núna :D Ég keypti mér fyrir áramótin brjósthaldara í stærð 90E en fór núna í vikunni og keypti stærð 85F Cool Skil ekki alveg málið með að stækka skálina en hann er mikið betri á mér heldur en þeir sem ég keypti fyrir áramótin.
ÉG get labbað upp tröppur án þess að vera móð, fer uppá 3 hæð án þess að stoppa. Reyndar útaf verkjunum í hægri fæti hefur aðeins dregið á ógæfuhliðina en það skánar vonandi núna þegar ég er komin með innlegg. Ég prufu"keyri" það á morgun.

See ya


Dagar 44,45,46,47,48,49

Jæja ekki verið duglega að skrifa hérna. Á föstudagin fór ég í ræktina svo kom besta vinkona mín til Rvíkur. Hún var svo með strákin minn alla helgina meðan ég var að vinna. Svakalegt stuð hjá þeim á laugardagsmorgninum. Tóku strætó og fóru í bæjin í svakalega góðan göngutúr. Svo gerðist það um helgina að stubburinn minn héllt af stað. Tók sín fyrstu alvöru skref útí lífið, án þess að einhver væri að kvetja hann áfram. Svakalega stollt ungamamma hérna.

Jæja ég var svo að vinna á laugardagskvöldið og vann alveg til kl 8. Var sko að prófa hydroxycut. Tók 3 töflur á föstudagskvöldið um 23 en fann engan mun á mér. Lenti svo í alveg hrikalegum kúnnum u 4:30 um nóttina. Þvílíkir dónar að ég var hálfpartin í áfalli á eftir. Allavega fór ég heim fljótt eftir það.
Tók svo 4 töflur um 22:30 á laugardagskvöldinu og fékk mér pulsu 30mín síðar. Ég var ekkert smá orkumikil. vakti alveg til 8. Var búin að skila vinnubílnum og var á heimleið þegar ég fór að geyspa. Svo já þetta virkaði ekkert smá vel á mig það kvöldið. Stefni á að kaupa mér svona töflur fljótlega

dagurinn í dag byrjaði bara nokkuð þokkalega. Lital systir gisti hjá okkur í nótt. Ég fékk mér sjeik í morgun og stefndi á ræktina eftir hádegið. Fór á flakk og dreif mig svo í ræktina. Fattaði þegar ég stóð þar á nærfötunum að buxurnar mínar voru heima Halo alveg er ég hrikaleg þegar ég tek mig til. Allavega fór ég þá bara á ljósmydastofuna og náði í myndirnar. hringdi svo í mömmu og dró hana á kaffihús til að fara yfir myndirnar og svoleiðis. Fékk mér reyndar kókglas og créps.Myndirnar eru hreynlega geggjaðar ég er rosalega ánægð með þær.

Allavega hefur mataræðið ekkert verið uppá marga fiska. Ég hef alveg passað mig að borða ekki margar kaloríur og reynt að taka vítamínin mín en hefur ekkert gengið rosalega vel að taka sjeikin. Úff virðist vera einhvað erfitt fyrir mig að taka hann á morgnana.

finn samt alveg rosalega mikin mun á mér. Flest fötin mín eru orðin allt of stór á mig, bolir farnir að lafa utaná mér, nærfötin eru orðin allt of stór Wizard brjósthaldararnir eru ornir frekar asnalegair á mér (allt of víðir og skálarnar einhvað skrítnar) svo hér á þessu heimili ríkir þvílíkt ástand. Skattaskýrslan er enþá bara bara hugsun en ekkert er að gerast í þeim málunum Tounge 

Skólamálin eru ekkert að skírast. Er nú svolítið að spá í því að fara í skólan á morgun og föstudag og taka svo ákvörðun um og eftir páskana. Er samt ekkert að sjá að ég muni skipta um skoðun.

Jæja hætt í bili kveðja fitubolla


Dagar 41,42,43

Jæja þokkalegir dagar svosem. Þann 4 mars nennti ég ekki að fara á fætur, sváfum til rúmlega 10 fór svo með stubb til dagmömmunar og svo dreif ég mig uppí breiðholt. Sæludagarnir byrjuðu í skólanum kl 12 svo átti að fara í Bláa Lónið kl 13. Þegar búið var að setja hátíðina þá dreif ég mig bara útí bíl. Var alveg svakaleg rigning. Ég dreif mig bara með flakkaran minn í viðgerð, en það er gaman að segja frá því að ég keypti flakkaran 6 nóvember og hef ekki enþá fengið hann til að virka. ÉG hélt að ég væri svona hrikalega mikil ljóska en neinei það var ekki málið. Diskurinn var bilaður svo ég varð að fá nýjan :D típíst fyrir mína heppni að einhvað sé bilað :P Svo þegar ég var búin að ná í stubb þá fórum við til Co í kóp. Hann ætlaði að vera í smá heimsókn meðan ég færi í skvass með vinkonu minni.  Vorum ekki komin heim fyr en um 22

á miðvikudeginum þá var ég nú búin að skrá mig í hóp fyrir hádegi en bara nennti ekki á fætur fyr en rúmlega 10. Fór þá með stubb í pössun og ákvað að drífa mig í skólan eftir hádegi. Var búin að skrá mig í að fara í Draugasetrið, Stokkseyri. Það var svaka stuð en ég efa það nú samt að ég fari þangað aftur. náði svo í stubb og fór með hann heim.

Í dag fimmtudagin 6 mars er stubburinn minn orðin 16 mánaða. Farin að labba svolítið mörg skref þó það sé nú enþá smávegis í að hann sleppi sér alveg. Í dag eru 10 dagar í að bróðir minn fermist. 

En í dag var ég svakalega dugleg. Við vöknuðum hérna kl 8:10. Fórum á fætur, klæddum okkur og komum okkur út. Var komin með stubb til dagmömmunar kl 8:54 Grin Fór svo aðeins heim, las blöðin, tók vítamínin mín. Var komin niðrí Hreyfingu kl 10, fór þar í tíma kl 10:10 fanst hann reyndar alveg hræðilega leiðinlegur Errm svo ég fór fljótt út. Fór þá bara í upphitun í hjóli, skíðatækinu og skrítna tækinu. Fór þá upp og tók aðeins á því fyrir neðri hlutan. Fór svo niður og labbaði í nokkrar mín og svo upp aftur. Tók betur á lærunum og bakinu, teygði svo á og fór í sturtu. Eftir sturtuna steig ég á viktina og æðislegt 1 heilt helvítis kíló.

Ótrúlegt hvað óhollustan er hrikaleg. Datt aðeins í gos, snakk, nammi og skyndibita. Þvílíkar geðshræringar sem eru búnar að eiga sér stað hérna. Skólin að ganga hrikalega ílla. Ferlega íllt í löppunum og allt í volli Devil

Allavega fór í göngugreinu kl 13:20. Hann vildi endilega að ég fengi innlegg.Whistling Úff það kostaði svakalega mikið Crying veskinu mínu leið hræðilega á eftir úff. En vonandi að ég skáni við að fá það. Fæ innleggið á næsta fimmtudag. Vonandi að ég skáni í löppinni.

Fór svo heim tók til, gekk frá þvotti, ryksugaði, skúraði og lagaði meira til. Svakalega ánægð með mig. Náði svo í stubb, eldaði matin og Namm hann var æðislega góður. Kjúklingur, hrísgrjón og sósa (Kjúklingur í kvöld með hungangi og sinnepi)

En allavega nó að lesa fyrir ykkur í dag er hætt í bili


Dagur 40

Í dag 3. mars vaknaði ég snemma (kl 8:00) dreif okkur á fætur. Fór með strákin til dagmömmunnar og kom mér svo í ræktina með vinkonu minni. Vorum alveg þokkalega duglegar þó svo ég hafi nú áður átt betri daga. Fór svo í skólan þar var ekki til mjólk svo ég endaði á því að fá mér langloku og kókómjólk. Fór svo í tíma ákvað svo að sleppa íþróttum og fara frekar og ná í strákin og eyða eftirmiðdeginum með honum. Við fórum í Kringluna, keyptum á hann skó og skoðuðum skó fyrir mig en fundum ekkert. Keyptum svo afmælisgjöf fyrir litla vinkonu okkar og fórum með til hennar. Þau voru rosalega góð að leika sér saman. Setti stubbin svo í nýju skóna sína og hann ákvað að halda áfram að prófa að labba, er orðin svo duglegur svo þetta er allt að koma hjá honum. En allavega við fengum okkur að borða með þeim og komum okkur svo heim.  svo ef ég man rétt þá fer ég í bláa lónið á morgun með skólanum :D

Kveðja


Dagar 36,37,38,39

Jæja ekkert hefur skánað í þessu hjá mér. Ég er ekki búin að vera dugleg í að taka sjeikin minn og ekkert komist í ræktina. En samt svakalega ánægð með mig. Fór í gær í það að skoða fataskápinn minn. Fann þar buxur sem ég hef ekki passað í heil lengi. Svo ég ákvað að prófa þær. Með smá kvíða þá dreif ég mig í þær og vá ekkert smá æðislegt hvað þær voru stórar á mig Wizard ekkert smá gaman að passa í fötin sín aftur.

Allavega fórum við í myndatökuna á föstudagin. Bróðir minn er semsagt að fara að fermast eftir 2 vikur svo það var verið að taka myndirnar. Svo voru teknar stakar myndir af stubbnum og líka af litlu systur. fjölskyldumyndir og svoleiðis. Það var rosalega gaman fór á mimmtudeginum og fann föt á mig sem mamma sótti svo fyrir myndatökuna. Buxurnar sem ég fann í evans eru númer 22 svo ég er komin niður um eitt heilt númer.

Ég finn bara hvað mér líður miklu betur eftir allan þennan tíma í ræktinni. Ég er orðin orkumeiri, bakið orðið skárra, öklin er orðin margfallt betri. Ef ég kemst ekki í ræktina þá verð ég alveg ómöguleg. Ég hef verið að fara í tíma í ræktinni, prófaði mánapalla en þeir eru allt of hraðir og erfiðir fyrir svona byrjanda eins og mig en ætla að halda áfram að fara í pallatíma og flottar línur.

Sko það sem verst er að ég hef verið að drekka kók, borða snakk, fá mér nammi og svoleiðis ógeð. Eins og ég er dugleg í ræktinni þá á ég svakalega erfitt með að koma lífi mínu í réttar skorður. Ég stunda skólan hrikalega ílla, mataræðið er alveg hræðilegt. Ég veit svakalega vel að ég væri duglegri að passa mataræðið þá væri ég búin að missa miklu meira. En sjálfsagin er stundum ekki meiri. Eins og er er til 1 kókflaska og nammi. Þegar það er búið þá verður ekki meira gos á næstunni. Kristall er rosalega góður og ég á alveg að geta staðið mig í þessu.

stefni að því að mæla mig í vikunni en viktin í ræktinni sagði 112,2 á föstudagin. Viktin hérna heima segir að ég sé komin undir 110kg

Jæja ætla ekki að tuða meira í bili

Kveðja


Smá pælingar

Alltaf svolítið gaman að velta fyrir sér:

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?

Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkoholistar") nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkoholisti"?

Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?

Af hverju límist ekki límtúpan saman?

Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?

Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?

Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían ?


Dagar 33,34,35

Jæja ég er öll að koma til. Farin að taka vítamínin mín og svona. Við stubbur erum búin að vera heima í dag og í gær. Hann með kvef og fékk svo smá hita í dag, var aðeins farin að versna en er nú að vonast til að hann geti farið til dagmömmunar sinnar á morgun þar sem ég þarf að fara í plokkun, í skólan, ræktina og fara svo og finna föt á mig fyrir ferminguna.

Þessir dagar eru búnir að vera ferlega næs hjá okkur. Fengum videoið okkar í gær svo stubbur gat horft á bubba byggir, sat sko alveg stjarfur yfir honum. Fékk svo aðeins að horfa á stubbana. Var sko alveg að fíla þá :D Algjört krútt að horfa. Svo í dag sat hann meira og minna hérna uppí sófa hjá mér að kúra.

Fékk mér sukk dag í gær, snakk og ostasósa en ekkert gos þar sem það er ekki til hérna Tounge Veit svo ekki kvort ég fái mér í kvöld en svo er það ræktin á morgun það er sko íþróttir í skólanum svo það er skvass á morgun. Vonandi að ég fái einhverja með mér á morgun sem kann einhvað smávegis.

Kv


Dagar 30,31,32

Jæja SÆLL.

Hvur andskotin er að eiga sér stað. Þessi helgi er bara búin að vera fáranleg. Ég ætla ALLS ekki að segja ykkur hvað ég hef borðað þessa daga bara vegna þess að það er fáránlegt. Ég er búin að vera að fá mér gos, samlokur nammi, bara allan pakkan. Úff ekki sátt við sjálfa mig. En jújú ég á mér þó smá góðan dag. Fór í ræktina í gær og jeeee það var æðislegt. Fór með vinkonu minni í Sporthúsið í Kópavogi. Ég verð bara að viðurkenna að ég er rosalega ánægð með að hafa valið Hreyfingu. Tækin þarna meiddu mig bara, tækin frekar gömul og einhvað. En tók nú svolítið á í einu tækinu þarna og teygði svo vel á. Fórum svo út að borða, fékk mér hveitisull sem mér leið hræðilega ílla með að borða (Varð bumbult). Er svo eiginlega bara búin að vera rosalega slæm í maganum síðar. Vonandi að það fari nú að lagast þegar ég byrja á Herbalife aftur

Hvað veldur því að maður gerir þetta. ÉG hef fullan áhuga á að vera á Herbalife, mér fynst það svo gott, lýður svakalega vel á því, er mettari og grennist á því. Samt er eðlið í manni svo sterkt að maður fer í matin aftur og sjáið hvað ég er að græða á því. Magakveisu.

En allavega þá var ég að vinna þessa helgi. Kom heim kl 8 í morgun og náði svo að sofa 8:30-10:30 fór þá og náði í strákin og fórum í Sunnudagsskólan. Hann er sko alveg farin að kunna hreyfinguna í klukkulaginu (tikki, tikki takk ) Svo stefni ég að því að fara með hann í svona tónlistarnámskeið í mars. www.medanotunum.is ferlega sniðugt. Ekki nægilega góður tími en það verður að hafa það.

Jæja ég er bara farin að bulla hérna. Á morgun er sko stefnt á ræktina í fyrramálið ef ég vakna en annars er það bara veggsport með skólanum kl 15. Það verður svakalega gaman

Jæja farin í bili KV


dagar 28 og 29

Jæja dagurinn í gær var letidagur. Fékk mér engan sjeik, engin vítamín og ekkert. Fékk mér hrikalega vont brauð í morgunmat/hádegismat. Fékk mér svo pizzu í gærkveldi. Megavika :D Engin hreyfing og bara ekkert að gerast.

Í dag fékk ég mér sjeik, svo sjeik í hádeginu og pizzasneið. Fór svo niðrí Veggsport kl 15 og var þar í góðan klukkutíma. Æfði aðeins fór svo í skvass með smá pásum í klst. Fór svo og náði í strákin, tókum smá rúnt og kíktum svo aðeins inní Glæsibæ. Fór svo með hann í barnagæsluna og dreif mig svo í tíma, fór í Flottar línur. Tók sko svakalega vel á þar í klst. labbaði svo í smá stund og fór svo í sturtu. Mér er svo svakalega íllt í hendinni að ég get varla hreift hana :D Fórum svo og hittum árna á KFC og fékk mér borgara þar.

Fórum svo bara heim og dúllast :D

KV


skóla hvað

Hvað er málið. Ég er svo dugleg í ræktinni en þessi skólamál eru alveg að gera útaf við mig. URR Ég mæti andskotanum ekkert í dönskuna svo það er farið fjandans til.Devil Var með strákin heima á mánudaginn svo ég missti af félagfræðiprófinu. Er búin að segja mig úr enskunni og á enþá eftir að skila af mér tvemur verkefnum í fjölmiðlafræðinni. Er þó búin að standa mig vel í íþróttum og stærðfræði. Þó það nú væri. Wizard

Ég sit hérna í tíma gjörsamlega að drepast í lærunum og rassinum. Harðsperrur að drepa mig og ekkert nema væl í gangi hérna Crying ARG

Jæja búin að pústa. Nei bíddu ég klikkaði líka á herbó sjeiknum í morgun vegna þess að ég svaf yfir mig og hristarinn úti í bíl Vá það er allt í volli hérna

Kveðja ein frekar pirruð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband