Dagar 94,95,96,97,98,99 og 100

Jæja verð að blogga aðeins svona áður en netið verður aftengt hérna. Er semsagt búin að segja netinu upp og ætla mér að vera netlaus í sumar. Jább ég er alveg sátt við þessa ákvörðun mína. Svo fer bíllin aftur af númerum 26 maí og verður þannig eitthvað í sumar.

En af ræktinni er það að frétta að ég hef verið að standa mig ótrúlega vel, já ótrúlega. Ég hef verið að mæta 3-4 sinnum í viku og er alveg í 2 tíma í einu. Meira að segja fékk ég mér í glas á laugardagskvöldið síðast, var sofnum milli 4 og 5 um nóttina og komin á fætur 8:30, mætt í ræktina kl 10 og var þar í góða 3 tíma. Eins á degi 94 í átakinu mínu. Vaknaði snemma til að fara með stubbin til vinkonu minnar. Vorum búnar að fá pössun fyrir börnin svo við gætum farið í ræktina. Vorum í ræktinni í um 2,5 klst. Æðislegt að vera svona duglegur. Svo er maður alltaf að kynnast nýju fólki sem er bara alveg eins og maður sjálfur. Að taka sig á og koma sér á stað útí betra líf.

Ekki má gleyma því að ég er að fara til Köpen í 2 vikur í sumar. Djö verður geðveikt gaman. Stefni á að vera búin að ná mer niður um 1 helst 2 fatastærðir og ætla sko að henda fullt af fötum úr fataskápnum mínum áður en ég fer út. Þarf virkilega að fata mig upp og kaupa mér skó og allt.

Allavega þá er þessi dagur nr 100 í átakinu, síðasti dagur skólans og svo ætla ég mér að leifa yngstu sistkynum mínum að gista í nótt, á morgun á þriðja elsta daman í hópnum afmæli svo ég á eftir að kaupa afmælisgjöf.

En þið sem þekkið mig vitið símanúmerið og þið hin verðið bara að bíða eftir frekari færslu sem ætti nú ekki að vera löng bið þar sem netið er útum allt hér í bænum Wizard

Knús og kossar úr kotinu


Dagar 92,93

Jæja nú er allt að gerast. Ég fór í ræktina í gær með vinkonu minni. Ég reyndi rosalega að fara í brennslu en það gekk bara alls ekki, ég var bara alveg hrikalega uppgefin síðan á mánudaginn. Ég er enþá með strengi síðan þá og hendurnar eru ekki alveg komnar af stað aftur. Þar sem ég hef ekki verið dugleg að taka á því í höndunum. En magavöðvarnir eru allir að koma til og lærin eru að skána. Er reyndar enþá frekar slæm í ristinni svo ég get eiginlega ekki æft nægilega vel

Svo það sem er best......... þrekið er allt að koma til, jább ég get hlaupið Wizard

En svo er það hitt. Mataræðið er ekkert enþá að skána. En ég er samt ekki komin í það að borða jafn mikið og ég gerði fyrir átakið mitt, sem er gott. Er að skoða það að panta mér Hydroxicut Hardcore frá USA það á víst að virka rosalega vel og er ódýrara heldur en að kaupa þetta venjulega hérna heima.

Annars er bara búið að vera tjill hérna heima í dag. Við stubbur fórum út í morgun með bolta og vorum bara að leika okkur í garðinum. Geggjað stuð sko Cool

Kveð að sinni


Dagar 83,84,85,86,87,88,89,90,91

Jæja skrifa fyrir marga daga. Já ég hef ekki verið dugleg að skrifa einfaldlega vegna þess að ég skammast mín fyrir mína hegðun. Ég er 23 ára en haga mér stundum eins og smákrakki. Ég hef fullan vila til þess að bæta líf mitt en virðist samt alltaf gleyma því og fara og éta eitthvað óhollt. Ég er löngu hætt að taka Herbalife-ið, alls ekki vegna þess að það sé ekki að virka heldur vegna þess að ég er letiblóð sem NENNI því ekki. Jájá ég sagði það ég er að drepast úr leti stundum. Óðolandi að hafa ekki meiri þroska en þetta.

Allaveg þá hef ég nú verið að fara í ræktina (nei ekki lést um gramm) og er farin að finna að þolið hefur aukist, magavöðvar eru farnir að virka og ég get hlaupið. er sko komin með taktin og ég get hlaupið. Það er svona magaæfingartæki í ræktinni sem maður á að leggjast á, setja lappirnar á milli og nota svo bæði hendur og fætur til að toga sig upp (reynir á magavöðvana). Fyrir 3 vikum gat ég bara alls ekki hreyft þetta, í síðustu viku gat ég tekið 2 lyftur en í dag gat ég tekið 5 og svo aðrar 2 Jább ég er semsagt öll að koma til líkamlega en er samt ekkert að léttast, svo næstu 6 vikurnar munu einkennast af maga, bak og læræfingum ásamt, brennslu, brennslu, brennslu. Ég skal komast niðrí stærð 18 áður en við förum til köpen í ágúst.

Já þið megið skamma mig eins og þið viljið, ég verð að fara að taka mig á og fara að standa mig í þessu mataræði. Ég er farin að vera duglegri að elda en er komin með bílin aftur í gang svo ég klikkaði aðeins á þessu.

Jæja ætla að fara og halda áfram að skammast mín HELLING


Dagar 77,78,79,80,81,82

Jæja ég er öll að koma til. Síðasta vika einkendist af veikindum algjörlega, frekar ömulegt. Á miðvikudaginn fór ég þó í ræktina og fékk þá brósa til að passa. Eftir ræktina steig ég á viktina 113,8 semsagt ekkert þyngst/misst síðan síðast. Fór svo á kaffihús með vinkonu minni á eftir og vorum við til 1 :)
Á fimmtudeginum fórum við aðeins út, kíktum uppí skóla og hittum ömmu þar, stubbur var alveg hrikalega ánægður að sjá lömmu sína.  Kíktum svo til vinkonu minnar og dóttir hennar. Þar fengu grislingarnir að leika sér en bæði voru frekar svaka þreytt svo þau fengu að sofa aðeins voru svo ekkert orðin skárri í skapinu fyr en rétt áður en við fórum. Kíktum svo aðeins til co í kóp og dreif mig svo heim með þreytta og pirraða stubbin minn.
  En á föstudaginn fór stubbur til dagmömmunar sinnar og ég fór í skóla, síðan náði ég í hann og tók hann með mér heim og tók han til. Svo fór hann til langömmu sinnar og var þar um helgina.
Á laugardaginn fór ég í ræktina þegar ég vaknaði, tók vel á því, fór í tækin og teygði svo vel á. Fór svo í gufubaðið og vá það er geggjað gott að fara í gufu eftir að vera búin að púla. Já svo steig ég á viktina og hún sagði 113,0 svo það voru 800gr farin á þessum dögum.
En í dag svaf ég til 15, fór þá og náði í stubb og dreif okkur í fermingarveislu. Rosa mikið af fólki þar en stubbur var sko ekki að fíla þetta, var bara rosalega pirraður og vælin. Komum svo seint heim

En það sem hefur aðalega staðið uppúr er að stubbur fékk sýklalyf sem eru nú farin að virka. Og ég er farin að standa mig betur í mataræðinu. Doxin sem ég hitti í síðustu viku var rosalega ánægður með að ég hafi ekki mist meira þar sem það er betra að léttast hægt.


Dagar 72,73,74,75,76

Jæja dagarnir búnir að líða hratt hérna. ÉG lagðist í veikindi á fummtudaginn og er eiginlega enþá slöpp. Stubbur rauk upp í hita á laugardagin og hefur ekkert losnað við hann enþá. Svo ég er búin að missa úr skólanum á 1 tíma áföstudaginn, 1 tíma í gær og svo 2 tímar í dag.

Við fórum til læknis í dag. Ég er með barkabólgu svo ég þarf bara að halda áfram að taka því rólega. Stubbur er ekki með í eyrunum svo það er allavega gott. En hann er svolítið bólgin í hálsinum (minnir mig) svo læknirinn hans tók stroku sem ég fór með í ræktun, fæ niðurstöður á morgun.

Mikið hrikalega hlakka ég til að komast í ræktina. Hef farið svakalega lítið síðustu vikur svo það verður tekið vel á því þegar ég kemst að fara aftur. Já svo er ég komin á bílinn minn aftur. Í ljósi veikindanna þá varð ég að ná í númerin og hafa bílinn þar til við fáum heilsuna aftur. Vona að það verði sem fyrst, ég má ekki við því að missa mikið meira úr skólanum

Jæja kveð í bíli Bæbæ


Dagar 69,70,71

Jæja á þriðjudagin fór ég til bæklunarlæknis sem sá ekkert athugavert að mér nema að ég þyrfti frekari æfingar fyrir lappirnar á mér og ég væri með eimsli sem stafaði hreinlega vegna innleggjana. Semsagt innleggin hafa verið að íta undir verkina.

á miðvikudagin fór ég í 1 tíma, fór svo í ræktina og tók vel á þar. Svo fór ég til húðsjúktóms læknis. Hann sagði mér að það sem var búið að segja mér um exemið mitt væri ekki satt svo hann sagði mér að bera rakakrem á exemin og svo c vítamín e-h. Þarf að skoða það betur. Fór svo út að borða með mömmu og krökkunum í gærkveldi. Það var svakalega gaman :D

Í morgun vaknaði ég frekar asnaleg, fann að ég var komin með einhvað í hálsin. Kom stubb til dagmömmunar og fór í skólan. Var svo í eyðu sem ég nýtti í að læra Wizard geggjað dugleg. Fór svo í stærðfræði tíma og náði svo í stubbin þar sem ég var alls ekki að fara í sund þar sem ég hafði versnað í hálsinum. Svo fórum við stubbur útí búð. Vagnin var svakalega þungur á leiðinni heim en þetta gekk allt á endanum.

En vá hvað mig langar að setja númerin á bílin afturCrying var svo þægilegt að gera verið snögg á milli staða, skroppið í heimsóknir og bara gert það sem mig n


Dagar 64,65,66,67,68

Jæja lítið að gerast. Var að vinna á föstudeginum. Náði svo í stubb og fórum með frænku í góðan göngutúr og í sund. Borðuðum svo hjá þeim og fórum heim með taxa. Stubbur svaf vel yfir nóttina. Vöknuðum svo hress á sunnudeginum og ætluðum í sunnudagsskólan en þegar við komum þá var engin skóli (vissi ekki að hann hafi verið færður um hús) svo við fórum bara í rúmlega klst göngutúr meðan við biðum eftir að búðin myndi opna. Vorum svo bara heima í dúlleríi. Í dag vöknuðum við snemma of drifum okkur út. Ég fór nefninilega til læknis í morgun. sVo fer ég til læknis á morgun og miðvikudagin og svo aftur í næstu viku FootinMouth. Málið er að ég er að reyna að finna almenilega út hvað það er sem sé að hrjá mig svo ég geti komið lífi mínu í betri skorður og geta farið og fengið mér almenilega vinna. Er búin að vera rosalega slæm í fótunum, bakinu, mjöðmunum, exemið er bæði að batna og versna, þarf að endurnýja örorkuna og svona ýmislegt. Hef svo lítið getað farið í ræktina útaf því hvað ég er slæm í fótunum

Jæjá farin að læra, er að fara í tíma eftir klst :D

Kv


Dagar 58,59,60,61,62,63

Það hlaut að koma að þessu. Jább það er rétt

ég er fallin. DJÖFULL

ég hef ekki tekið neitt af herbalife vörunum, hef ekkert komist í ræktina, borðað óhollt, sofið lítið og verið að vinna. En á morgun byrjar lífið aftur. Stubbur fer til dagmömmunar, ég fer í skólan til að ræða málin og skelli mér svo í ræktina. Ætla sko að taka vel á því og reyna að koma mér aftur af stað. Litli stubburinn minn veiktist í síðustu viku og var veikur í 2 daga. Svo fór hann til ömmu sinnar á fimmtudagin svo ég gæti unnið. Var hjá henni þar til í gær en auðvitað kom ég í heimsókn til þeirra á hverjum degi.

Hef svosem ekkert mikið að segja. Lítið búið að gerast hér nema leti, vinna og byrja að nýta strætókerfið. Það gengur svona þokkalega allt saman. Þægilegt að geta tekið bara 1 vagn á flesta staði sem við þurfum að fara á.

Jæja farin

Kveðja


Dagar 55,56,57

Jæja merkilegur dagur á þriðjudaginn. Það var dagur númer 55 og líka dagurinn sem ég tók númerin af ökutæki heimilisins og skilaði inn. Þannig að frá og með þriðjudeginum þá munum við bara hafa gulu einkabílana þar til í lok sumars. Ég kemst beint niðrí rækt héðan og beint heim til vinkvenna minna, og mömmu. Allavega fór ég í ræktina á þriðjudagin, tók vel á enda einhvað sem virkilega þurfti. Á 2 vikum er ég búin að fara 2 í ræktina. Alltaf einhvað sem kemur uppá.

Í gær tók ég eftir því að stubbur væri komin með hita en þurfti nauðsinlega að komast í búðina. SVo ég skellti vagnstykkinu á grindina og trítlaði af stað. Hann vel innpakkaður þarna í vagninum. Ofaná allt var rok OG rigning úti. En sem betur fer er búðin ekki langt frá. Svo sat ég hérna í mestu makindum mínum og slappaði af þegar vinkona mín hringdi og spurði kvort ég gæti reddað pössun því hún ætti miða á Cascada og vildi endilega bjóða mér með. Svo ég hringdi í ömmu sem kom yfir og passaði stubbin fyrir mig meðan ég fór á þessa tónleika.

Kom til vinkonu minnar kl 19, fórum uppá Brodway 20:20 þar sem upphitunin átti að byrja kl 20:00. Ekkert var byrjað nema bara tónlist hátt spiluð. Þannig var það til kl 21:50. Þá loksins kom upphitunarbandið sem spilaði TVÖ lög(kannski 3) svo kom gellan á sviðið og söng. Rosalega flott sjó og allt það. En jesús minn þetta var allt búið kl 22:33. Halló hvað var það. Miðarnir kostuðu í forsölu 4500 KR. Salurinn fullur af 16-17 ára börnum svo við vorum ekki mörg þarna komin með áfengiskaupa aldur. Vá rugl. Allavega hitti ég frænda minn þarna og kærustuna hans, vinkonur mínar og kærastana þeirra. Kíktum svo á barin við hliðina á Brodway en ég fór fljótlega heim til stubbs.

Í dag vaknaði stubburinn minn GEÐVEIKT pirraður og þannig er hann búin að vera í allan dag. Smá stopp maðan hann horfði á stubbana en það var þó alldrei langt í garg kast hjá honum. Ég er semsagt búin að horfa á stubbana 4 sinnum í dag og einhvað um 6 sinnum í gær Whistling

Jæja kveð í bili, ætla aðeins að njóta þess að stubbur sé sofandi Halo 


Dagar 51,52,53,54

Jæja nú er fermingin yfirstaðin og allt gekk svakalega vel. Hef reyndar ekki komist í ræktina enþá en stefni á að fara á morgun. Fékk mér svolítið af heitum réttum í gær og smá köku en reyndi þó að passa magnið. Ég var að vinna á föstudagskvöldið þá var stubbur hjá ömmu og afa í Kópavogi. Hann er svo háður afa sínum að hann sér varla neitt annað en hann. Ferlega krúttlegt að sjá hvað hann fleygir sér í fangið á honum þegar þeir hittast. Svo þegar við förum í heimsókn til þeirra þá verður afi að sýna honum fuglin. Annars verður stubbur svakalega fúll og fuglin fer að garga á hann.

Skólin er komin í frí og ég nýt letinar hérna heima. Ég er einhvernvegin farin að efast um að ég klári þessa önn. Hef nú eiginlega engan áhuga á því, svei mér þá GetLost Æ veit einhvernvegin ekkert hvað ég vil á þessum tímapúnti. Bílalánið mitt er að hækka uppúr öllu valdi, ég þarf að fara og redda tryggingunum, úff. Búin að taka þá ákvörðun að taka númerin af bílnum mínum og hafa hann númerislausan í sumar. Spara mér bensín og fara að hreyfa sig meira. Svo verð ég að vinna í sumar svo ég mun nota vinnubílana ef einhvað verður.

En kveð í bili


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband