Dagar 77,78,79,80,81,82

Jæja ég er öll að koma til. Síðasta vika einkendist af veikindum algjörlega, frekar ömulegt. Á miðvikudaginn fór ég þó í ræktina og fékk þá brósa til að passa. Eftir ræktina steig ég á viktina 113,8 semsagt ekkert þyngst/misst síðan síðast. Fór svo á kaffihús með vinkonu minni á eftir og vorum við til 1 :)
Á fimmtudeginum fórum við aðeins út, kíktum uppí skóla og hittum ömmu þar, stubbur var alveg hrikalega ánægður að sjá lömmu sína.  Kíktum svo til vinkonu minnar og dóttir hennar. Þar fengu grislingarnir að leika sér en bæði voru frekar svaka þreytt svo þau fengu að sofa aðeins voru svo ekkert orðin skárri í skapinu fyr en rétt áður en við fórum. Kíktum svo aðeins til co í kóp og dreif mig svo heim með þreytta og pirraða stubbin minn.
  En á föstudaginn fór stubbur til dagmömmunar sinnar og ég fór í skóla, síðan náði ég í hann og tók hann með mér heim og tók han til. Svo fór hann til langömmu sinnar og var þar um helgina.
Á laugardaginn fór ég í ræktina þegar ég vaknaði, tók vel á því, fór í tækin og teygði svo vel á. Fór svo í gufubaðið og vá það er geggjað gott að fara í gufu eftir að vera búin að púla. Já svo steig ég á viktina og hún sagði 113,0 svo það voru 800gr farin á þessum dögum.
En í dag svaf ég til 15, fór þá og náði í stubb og dreif okkur í fermingarveislu. Rosa mikið af fólki þar en stubbur var sko ekki að fíla þetta, var bara rosalega pirraður og vælin. Komum svo seint heim

En það sem hefur aðalega staðið uppúr er að stubbur fékk sýklalyf sem eru nú farin að virka. Og ég er farin að standa mig betur í mataræðinu. Doxin sem ég hitti í síðustu viku var rosalega ánægður með að ég hafi ekki mist meira þar sem það er betra að léttast hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband