Dagar 94,95,96,97,98,99 og 100

Jæja verð að blogga aðeins svona áður en netið verður aftengt hérna. Er semsagt búin að segja netinu upp og ætla mér að vera netlaus í sumar. Jább ég er alveg sátt við þessa ákvörðun mína. Svo fer bíllin aftur af númerum 26 maí og verður þannig eitthvað í sumar.

En af ræktinni er það að frétta að ég hef verið að standa mig ótrúlega vel, já ótrúlega. Ég hef verið að mæta 3-4 sinnum í viku og er alveg í 2 tíma í einu. Meira að segja fékk ég mér í glas á laugardagskvöldið síðast, var sofnum milli 4 og 5 um nóttina og komin á fætur 8:30, mætt í ræktina kl 10 og var þar í góða 3 tíma. Eins á degi 94 í átakinu mínu. Vaknaði snemma til að fara með stubbin til vinkonu minnar. Vorum búnar að fá pössun fyrir börnin svo við gætum farið í ræktina. Vorum í ræktinni í um 2,5 klst. Æðislegt að vera svona duglegur. Svo er maður alltaf að kynnast nýju fólki sem er bara alveg eins og maður sjálfur. Að taka sig á og koma sér á stað útí betra líf.

Ekki má gleyma því að ég er að fara til Köpen í 2 vikur í sumar. Djö verður geðveikt gaman. Stefni á að vera búin að ná mer niður um 1 helst 2 fatastærðir og ætla sko að henda fullt af fötum úr fataskápnum mínum áður en ég fer út. Þarf virkilega að fata mig upp og kaupa mér skó og allt.

Allavega þá er þessi dagur nr 100 í átakinu, síðasti dagur skólans og svo ætla ég mér að leifa yngstu sistkynum mínum að gista í nótt, á morgun á þriðja elsta daman í hópnum afmæli svo ég á eftir að kaupa afmælisgjöf.

En þið sem þekkið mig vitið símanúmerið og þið hin verðið bara að bíða eftir frekari færslu sem ætti nú ekki að vera löng bið þar sem netið er útum allt hér í bænum Wizard

Knús og kossar úr kotinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband