Færsluflokkur: Bloggar
jæja komið langt síðan ég skrifaði síðast enda hrikalega góð ástæða fyrir því. síðustu mánuðir hafa verið rosalega erfiðir og tekið mikið á. Líkamsræktin mín datt alveg niður, ég (eða við) rosalega lítið heima, þunglyndi gerði vart við sig og mataræðið fór alveg úr skorðum.
En er komin af stað aftur og tek lítil skref. Fór í viktun fyrir 10 dögum og fer aftur nú á miðvikudaginn. Á miðvikudaginn var ég komin í 117kg aftur, grátlegt þar sem 4 apríl var ég komin niðrí 110kg. Ég fór á lyf í sumar þar sem þunglyndið gerði það að verkum að ég var andlaus og bara hreinlega nennti varla að hreifa mig. En í dag hef ég náð mér vel á strik og lít björtum augum á framhaldið.
með matardagbók nokkra daga af síðustu 10dögum sé ég að ég er búin að ná kcal niður í um 1500 langflesta daga. Reyndar svolítið hugmyndaleysi að hrjá mig á morgnana svo morgunmaturinn er einhæfur. Reyndar það sama um hádegismatin, veit bara ekki hvað ég á að gera í sambandi við það. spurning að reyna að vera með salat og kotasælu í næstu viku með ýmsum öðrum meðlætum. hnetur og smá létt dressing. Namm namm.
Ræktin er komin inn 1 hóptími, 1 tími í tækjum og 1 klst útihreyfing 8sem ég hef reyndar tekið í ræktinni). Þetta eru tímarnir í hverri viku. Síðan er ég komin í fjarnám og í fasta tíma í námsveri til að vinna það sem ég á að gera fyrir skólan og fjarnámið.
Með nýju ári koma breyttir tímar.
Ég ÆTLA, ég GET og ég SKAL
Bloggar | 24.1.2010 | 03:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja lífið gengur bara ágætlega þó það gæti gengið miklu betur. Partur af mínum RL hóp er að fara í aðgerð í dag og á morgun svo það verður bara gaman að fylgjast með þeim. Ég er ekki komin á biðlistan og ætla bara að sjá með það í haust. Er bara rosa fegin að vera ekki að fara í aðgerðina núna en óska ég þeim sem núna fara, góðs gengis.
Síðan í júní er ég að fara suður á við ætla að halda uppá 17 júní með mömmu og genginu sem verður bara æði. Er jafnvel að spá í afmælisvelsu 16 júní en veit ekki alveg hvar það ætti að vera, en það er í skoðun. síðan verður vika í sumarbústað í sveitasælunni þar sem ég mun komast í sund, göngutúra, sólbað (svo framalega ef sólin verður), heitapottin og svo er spurnig hvort hjólið mitt fái að koma með.
S.s. ég var að eignast hjól, búin að kaupa stól fyrir barnið aftaná. Þarf bara aðeins að dytta að hjólinu áður en það kemst í almenilega notkun. En það tekur ekki langan tíma svo það er bara um að gera að skella sér í það :D
Mataræðið hefur gengið brösulega en get þó verið stollt af því að ég hef staðið í stað á viktinni. Svo er bara að fara að taka sig á og hjóla slatta.
fitubolla
Bloggar | 27.5.2009 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úff hvað ég er hrikalega léleg að skrifa hérna. Það er alls ekki vegna þess að mér sé ekki að ganga vel heldur er það frestunarárátta.
Ég semsagt fór í Reykjalundarprógramið 3.mars og var það til 3.apríl. Ég lenti í yndislegum hóp og allt gekk hrikalega vel. Þar er rosalega fjölbreytt hreyfing og möguleiki á að kynnast langflestu sem tengist líkamsrækt og almen hreyfing. Síðan fór ég í Iðjuþjálfun einu sinni í viku og náði að dúllast aðeins þar en þó minna en ég hefði geta. En á heildina litið þá var ég hrikalega heppin að fá að komast að þarna og hitta allt þetta fólk. takk æðislega fyrir stuðningin, skemmtunina, bíóferðina, djammið og allar hinar stundirnar líka
Barnið mitt var hjá mér í borginni fyrstu og síðustu vikuna (var í 5 vikur) og fékk hann þá að dúllast með ömmu og afa. Hinar vikurnar var hann á austurlandi hjá góðu fólki sem hann fer að jafnaði til 1 helgi í mánuði en við kíkjum svo til þeirra inná milli.
Í mínum málum er staðan sú að endurhæffingarlífeyririn minn er að renna út núna í júní svo sú ákvörðun hefur verið tekin að óska eftir frekari örorku fyrir mig þar sem ég á enþá langt í land að verða að fullu vinnufær en ég ætla mér þó að horfa í kringum mig í haust kvort ég geti fundið eitthvað hlutastarf þannig að ég geti byrjað eða að ég fari í starfsendurhæfingu sem inniheldur þá eitthvað náð og fleira.
Líkamleg staða mín er svona þokkalega. Bakið á mér er búið að haga sér ílla við mig og lappirnar leiðinlegar. Eftir reykjalund þá kom ég hérna heim og var að smella í gírin með að fara í ræktina aftur þegar barnið veikist og er bara mikið veikt hérna í viku með tilheyrandi hreifingarleisi, setu, kúri og loftleysi. rétt komst í búðina, apótekið og til læknis. Annars var það bara að hanga inni. En fór þó í dag og í gær og fer aftur á morgun. er svo að fara suður og hitti doxan sem var með minn hóp og fæ að vita meira.
Þyngdin. Þegar ég var sem þyngst þá var ég 122.2kg um jólin 2005. Í dag er ég 110kg og vá þvílíkur munur. Mér tókst að ná af mér 5kg á Reykjalundi sem ég er rosalega ánægð með :D vonandi að þetta haldi áfram á sömu braut
síðan það síðasta. Þegar ég var inná Reykjalundi þá fór ég í ADHD test og skoraði rosaleag hátt í því. Fæ niðurstöðurnar á mánudaginn og verður það rosalega áhugavert.
En allavega þarf að fara að taka mig á í þessum skrifum
Kveðja
Bloggar | 7.5.2009 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja er loksins komin inní prógramið á Reykjalundi. Byrjaði á þriðjudaginn og var svo heppin að lenda í góðum hóp fólks. Tveir hópar eru í gangi og allir alveg æðislegir. Mikið að hafa fyrir stafni og rosalega gaman. Búin að fara í ræktina, tennis, sundleikfimi, iðjuþjálfun (er að gera lampa þar) og ýmsa fyrilestra. Eins alltaf æðislegur matur í hádeginu og ekki verra að hafa skemmtilegan herbergisfélaga.
S.s. fór í viktun 20febrúar og átti þá eftir 1.8kg en hafði þó samband við Reykjalund sem vildu gefa mér betri svör við næstu viktun. Fór svo í viktun 26feb var þá búin að losa mig við 1,4kg svo aðeins 400gr eftir í fyrsta markmið. Fékk þá jákvætt svar frá Reykjalundi og var farin af stað suður daginn eftir.
Þá helgina voru tvenn afmæli kvort um sig hlaðið tertum sem innihéldu mikið afð hveiti, sykri og annari óhollustu sem allt fór alveg hrikalega ílla í migog var ég bara alveg hrikalega uppþanin eftir helgina með magan í skralli og algjört ógeð á mat.
En frá því 21nóvember er ég búin að losa mig við rúm 6kg og 11cm í heildina svo árangurinn er aðeins farin að láta sjá sig
Meira síðar
Bloggar | 7.3.2009 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið viðbjóðslega er þetta ömulegt að fá alltaf neikvæðni í hausin alveg sama hvað maður púlar. Ég rembist eins og rjúpa með harðlífi að ná þessum helv.... kg af mér en ekkert er að gerast. Ég stunda ræktina 4x í viku og tek mjög góða brennslu. Ég hef náð inntökunni minni niður fyrir 1000he en samt bara gerist ekkert. Sko ég borða rosalega mikið grænmeti sem telur ekki í hitaeigingum, er alls ekki að svelta mig.
2 vikur hef ég verið séstaklega dugleg. Veit að eftir fyrstu vikuna var égbúin að bæta á migeinu kg svo markmiðið lengdist í 3,5 kg. Í dag í viktun var ég komin niður í að eiga 1,8kg eftir sem er bara hrikalegt miðað við hvað ég er búin að standa mig vel í um 3 mánuði.
Reyndar er ég búin að styrkjast helling, eitthvað af cm farið og svefnþörfin minkað. Ég lýt betur út, ég er orðin mikið hamingjusamari (með hjálp smá deitmála), orkumeiri og alveg til í að takast á við heimin í heild sinni. Svo kemur svona bakslagur þegar maður sér að ekkert er að gerast (gerðist í síðustu viku) en náði mér alveg á hreint í þessari viku og tók þessa viku algjörlega með trompi.
Allavega, föstudagur þá fer ég í viktun. Cm eru farnir og 600gr á hálfum mánuði (ekki talið með þetta kg sem ég þyngdist um) doxin hér var rosalega ánægður með allt hjá mér nema hvað kílóin sitja fast á mér. Hann sagði mér að ég liti svo margfallt betur út í dag heldur en þegar ég hitti hann fyrst fyrir 6mánuðum síðan :D alveg það sem ég þurfti að heyra. Svo eru bakverkirnir mínir að mestu farnir sem er nú alveg þvílíkt frábært.
Allavega þá er ég að fara í blóðprufu á mánudaginn til að athuga með starfsemi skjaldkyrtilsins þar sem það bara hlýtur að vera hann sem sé að hrjá mig annars er eitthvað mikið að á þessum bæ.
Læt vita með niðurstöðurnar í næstu viku
Bloggar | 20.2.2009 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja fór í viktun síðasta föstudag. Búin að missa 1 kg og nokkra sentimetra. Hrikalega þurfti ég á því að halda að fá þetta pepp. Prófaði svo buxur um kvöldið sem ég hafði eiginlega ekkert geta notað í 4ár. Hrikalega var æðislegt að finna að ég mun ekki geta notað þær lengi. Eru aðeins víðar á mér :D
ég var barnlaus þessa helgi svo ég endaði í því að kíkja með vinunum á barin og datt í það. Hrikalega þunn á laugardeginum svo það gerðist ekkert hérna. En tók svo vel til á sunnudeginum. Breytti stofunni og svona.
Vaknaði svo rúmlega 7 í morgun og dreif mig labbandi með barnið í leikskólan. Fór svo beint í ræktina og var dugleg þar í klst. Vá ekkert smá ánægð með mig. Svo er það bara aftur á morgun
Næsta viktun á föstudagin. Verður gaman að sjá hvað viktin segir þá.
Bloggar | 2.2.2009 | 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja ekkert dugleg að blogga frekar en vanalega. Allavega er staðan sú á mér núna að 18 des var ég komin niðrí 114,4kg. s.s aðeins 3,4kg eftir til að komast inná reykjalund. Svo tók ég mér pásu frá þessu yfir jólin. þ.e.a.s að fara í viktun, skrifa niður og vera að telja ofaní mig (eins og ég var farin að gera). Tók mig svo á og byrjaði aftur að hugsa um þetta 3 janúar á nýju ári.
Fór svo í viktun 9 janúar og var þá komin niður í 113,6kg. Vá geggjað rosa stolt af mér. Bauð svo vinkonu minni í mat hér um kvöldið (föstudagur) og ætlaði bara að fá mér 1 bjór og spila. En jájá var barnlaus þessa helgina svo maður endaði bara á því að fara á fyllerí (já veit, engin afsökun). Svo var það þynkumatur í hádeginu og um kvöldið dagin eftir. Var svo nokkuð þokkaleg á sunnudeginum og var svo öll í því að spá í þessu vikuna á eftir. fór svo í viktun 15 janúar (6dögum eftir síðustu viktun) og BAMM komin í 114,6kg ÁI!!!!
S.s. mér tókst að bæta á mig þetta miklu. Þetta var frekar mikill skellur til að gera manni grein fyrir því hvað áfengi er ógeðslega óholt. En allavega þarna hélt ég að ég hefði aðeins rankað við mér og kæmi mér vel af stað. kortið í ræktina sem ég ætlaði að kaupa mér 5janúar er ekki enþá komið. Endalausar afsakanir sem engar eiga rétt á sér. Æ kalt úti, æ frost úti, æ rigning, æ svaf svo lítið, æ æ æ já bara allar hugsanlegar afsakanir. En allavega þarna 19jan tók ég og sparkaði aðeins í mig og sá að þetta þyddi ekkert, fór með barnið labbandi tvisvar í leikskólan og sótti tvisvar. Reyndið að spá svolítið í mataræðinu og var bara nokkuð ánægð með þessa viku. Var semsagt allan janúar búin að taka út kók zero og drakk bara kristal og sprite zero. En neinei þessi viktun var hræðileg 114,4kg !!!! WHAT 200gr farin. Okey jújú ég fór reyndar þarna í viktun eftir hádegi (fer venjulega kl 9 að morgni) úff allavega hvað ég vona að það sé það sem sé að spila inní þessa viktun.
Á föstudagin tók ég þá ákvörðun að prófa eitt. Fyrir áramót þegar ég drakk kók zero sem mitt eina gos þá var ég að ná af mér en þegar ég er farin að drekka bara kristal +rauðan þá bara gerist ekkert. Hefur kristall neikvæð áhrif á þann sem er að reyna að létta sig?Auðvitað stútt fullur af viðbættum vítamínum og svoleiðis. Allavega sjáum við til. Í dag vorum við komin á fætur 7:20, komin út 8:48 og komin uppá leikskóla rúmlega 8. Svo tók ég lengri leiðina heim með flotta græna Ipodin minn í eyrunum :D geggjað ánægð með hann og tónlistin á honum nær mér alveg í það að labba hraðar.
Niðurstaðan er þá sú að nú er heitt úti og eins gott að nýta það og labba með barnið svona næstu dagana. Að því undanskyldu að barnið sé ekki að verða veikt. En það var eitthvað slappt þegar ég kom með það í leikskólan í morgun.
I´m off
Bloggar | 26.1.2009 | 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá er ég búin að vera að taka mig á í smá tíma og gengur alveg þokkalega. Er reyndar búin að vera að borða miklu minna heldur en ég á að vera að borða. Á morgun fer ég í viktun og svoleiðis en ég hef ekki skrifað niður í bókina mína síðan á þriðjudag svo ég ætla að taka mér pásu frá henni yfir jólin. svo ég mun byrja aftur 5 janúar en fer þó í viktun á morgun.
Síðasta viktun var 5 desember en þá var ég búin að missa 1,5 kg rosa ánægð með það
Kem með nýjar tölur á morgun
Eins eru komnir þrír nýjir linkar með uppskriftir
Bloggar | 11.12.2008 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja vika 1 er þá búin. Ég sakna þess ekkert að fá mér allt þetta sem ég borðaði áður en aftur á móti hef ég ómeðvitað verið að svelta mig. Fyrstu tvo dagana borðaði ég allt of lítið en næstu 3 voru fínir. En svo kom helgin og ég bara borðaði næstum ekkert alla helgina. Alls ekki meðvitað ég bara fattaði það allt í einu bara VÁ ég er geðveikt svöng en gleymdi því svo bara og fór að gera eitthvað annað.
Dagur 1 í viku 2 er reyndar að fara svona líka. Eina sem ég er búin að borða í dag er bananabrauð, 1 beigla með osti og 2 eða 3 glös af gosi. Jább nýbúin að borða beigluna mína og enþá svöng en langar samt ekki í neitt. ÓTrúlega skrítin tilfining
En allavega er ég mjög ánægð með mig að vera hætt þessu sífellda narti en þarf að fara að stilla mig inná klukkuna svo ég fari að borða eitthvað.
En með hreyfinguna. Þá fór ég fyrstu 2 dagana en svo ekkert í 2 daga. Fór svo á föstudeginum í búðina, náði í barnið og heim í alveg kolvitlausu veðri. Laugardaginn var vitlaust veður líka svo ég var inni en fór í góðan göngutúr í gær í búðina og til baka. Vorum alveg rúma klst. Í morgun fór ég með barnið í leikskólan, í heimsókn og svo aftur heim. Veðrið orðið slæmt þegar ég fór heim en ég komst mína leið. Var reyndar eins og snjókall þegar ég kom heim en það skaðar engan
En þarf að taka mig á í mataræðinu áður en ég hægi á brenslunni
Meira síðar
Bloggar | 1.12.2008 | 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er maður byrjaður að telja aftur. Ég semsagt fór á Reykjalund í síðustuviku í mælingar og viktun og fékk þaðan heimavinnu sem ég þarf að vera dugleg að fara eftir.
Ég var semsagt þá 117.7 kg og þarf að missa 6.7 kg til að komast inní prógrammið hjá þeim.
Ég byrjaði að halda matardagbók á mánudaginn. Ég má borða 30 stig á dag en borðaði bara 19 stig á mánudagin, 25 stig á þriðjudagin og 30 stig í gær. Var rosalega orkulítil fyrstu tvo dagana en hinir tvær vöru mikið skárri. Ég er bara mjög svo ánægð með það hvað ég hef verið dugleg, ekkert gos aðeins sódavatn og mikið grænmeti.Séstaklega þar sem það telst ekki sem stig :D
En næsta viktun er á mánudaginn. Verður gaman að sjá kvort eitthvað hafi gerst á þessum stutta tíma.
Kveðja fitubolla
Bloggar | 27.11.2008 | 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)