Dagur 23 var föstudagurinn 15 febrúar 2008. Lífið er orðið yndislegt. Þvílík breyting sem er að eiga sér stað. Þennan föstudag var nú bara þokkalegur. Ég náði í gaurinn til dagmömmunar og fór með hann með mér í kringluna. Við löbbuðum þar um að skoða en fundum ekkert ganglegt. Fórum á café Blue og fengum okkur að borða. Ég fékk mér ostborgara að smá franskar en hann fékk sér samloku og smá franskar. Hann borðaði rosalega vel en ég borðaði svosem ekkert brjálæðislega mikið. Svo fór hann til mömmu til að vera þar yfir nóttina. Fór svo bara að vinna en var einhvern vegin alls ekki að höndla það. Frekar þreytt og entist ekki lengi. Fór um nóttina og ákvað að næla mér í smá orku og keypti mér beikon og egg. OJJJJ það var það hrikalegasta sem ég hef lengi smakkað. Fékk mér svo pylsubrauð síðar um nóttina sem var næstum eins vont.
Vaknaði svo á laugardeginum um 12 við það að mér var tjáð að skenkurinn sem ég fékk gefins kæmi fljótlega. Svaf svo til 14 en ekki var skenkurinn enþá komin, fór þá og náði í gaurin og tók hann heim meðan við biðum. Komst ekki í ræktina því ég beið svo lengi eftir skenknum en hann kom ekki fyr en um 17 þá fór ég beint með hann til ömmu því þar ætlaði hann að lúlla þá nótt. Var nú ekkert hressari þessa nóttina en gekk aðeins betur. Var með þvílíka löngun í Hlöllabát en tókst að standast það, þó erfitt því vá hvað mig langaði í hann :D
Á sunnudeginum svaf ég til 14 fékk mér sjeik og kom mér svo að ná í gaurinn. Stoppaði smá að spjalla við ömmu en fórum síðan út. Þar sem pabbi stráksins svaraði ekki (hann ætlaði að taka strákinn) þá bara kíktum við í Kolaportið. Keypti þar nýja stútkönnu handa stubb og svo nokkrar DVD myndir. Fórum svo í Kringluna og fengum okkur MC Donalds. Svo héldumst við hönd í hönd alla fyrstu hæðina og útað bílnum sem var lagt við Hagkaup. svo fórum við bara heim
á mánudagin sváfum við yfir okkur. Vöknuðum svosem tímanlega en þar sem stubbur var að fara í viktun, mælingu og taka saumin kl 13 þá ákvað ég bara að hafa hann heima þangað til. Mikið betra heldur en að vera að fara með hann í pössun og ná í hann til að fara, svo aftur í pössun og svo í þriðja skiptið í ræktinni. Svo ég slepti bara morgninum. Stubbur er orðin 10650gr og 76 cm. Og bara rosa duglegur þegar hún tók sauminn. Svo fór hann til dagmömmunar því ég var að fara í stærðfræði. Eftir stærðfræðina átti að vera íþróttir en kennarin var lasin svo ég náði í strákin og við drifum okkur í ræktina. Þar var ég svakalega dugleg og aktíf. Fór í einhvern tíma sem heitir flottar línur. Þar voru rosalega góðar æfingar svo ég fékk alveg að sprikla. Vá það var geggjað stuð kláraði ekki tíman en fór svo niður tók þarna skrítna tækið, fór svo og labbaði smá og hjólaði í restina. Fór svo góðan hring uppi. Vá hvað manni lýður alltaf vel á eftir.
Fórum svo í Ikea og fengum okkur grænmetisbuff. Okkur fynst þá báðum svo rosalega gott. Trítluðum svo aðeins um og versluðum smá. Fann þarna einhvað stykki til að setja í pottin til að gufusjóða grænmeti og annað. Setur þá smá vat í pottin, þetta svo ofaní, grænmetið þar á og lokar. Ég á eftir að sjá hvernig þetta virkar. Fórums vo með Herbalife ið sem var pantað hjá mér í síðustu viku, stoppuðum í smá stund þar og fengum okkur te. Stubb fanst teið svakalega gott, ótrúlega fyndin þetta barn.
Þriðjudagurinn er 19 febrúar og líka dagur 27 í átakinu. Við vöknuðum í morgun kl 7. en ákvað svo að sleppa bara dönskunni. En auðvitað gleymdi ég að stilla klukkuna svo ég vaknaði þegar fjölmiðlafræðin var byrjuð. Svo fann ég að ég var með svakalegar harðsperrur, vá hvað ég fann til í rassinu og í lærunum. Náði smávegis af tímanum en fór svo og hitti ömmu í búðinni, vorum að versla í kjöt og kjötsúpu. Fór svo í næsta fjölmiðlafræðitíman. Eftir tíman kíkti ég í Prinsessuna í mjódd. Fann þar æðisleg jakkaföt á strákin en vá þau eru sko ekki gefins. Skoðaði svo dress á mig og já þau eru heldur ekki gefins. Náði svo í stubb og drifum okkur niðrí Hreyfingu. Þar beið pabbi hans sem tók hann með sér á smá flakk meðan ég fór í ræktina. Ég prófaði að fara í jóga tíma en nei fílaði það ekki svo ég kom mér bara út og fór inní sal. Labbaði, hjólaði og fór í skrítna tækið. Tók svo góða sirpu uppog og teygði svo vel á.
Þrátt fyrir dugnaðinn þá er mér enþá svakalega íllt í rassinum og lærunum. Vonandi að ég komist á morgun í ræktina til að reyna að hlaupa þessar harðsperrur úr mér. Gengur ekki upp hvað ég finn svakalega fyrir þessu :D Fórum reyndar svo til co í Kóp og borðuðum kjöt og kjötsúpu fengum okkur svo smá eftirrétt og komum okkur svo heim.
Samkvæmt viktinni í ræktinni var ég 113.6 kg í gær en í dag sagði hún 113.3kg. Já ég veit að ég á ekki að stíga á hana á hverjum degi en geri þetta samt í einhverju hugsunarleisi. Viktin hérna heima er ekki alveg samála viktinni í ræktinni. Svo ég er 110-111kg hér heima.
Kveð í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.