Dagar 55,56,57

Jæja merkilegur dagur á þriðjudaginn. Það var dagur númer 55 og líka dagurinn sem ég tók númerin af ökutæki heimilisins og skilaði inn. Þannig að frá og með þriðjudeginum þá munum við bara hafa gulu einkabílana þar til í lok sumars. Ég kemst beint niðrí rækt héðan og beint heim til vinkvenna minna, og mömmu. Allavega fór ég í ræktina á þriðjudagin, tók vel á enda einhvað sem virkilega þurfti. Á 2 vikum er ég búin að fara 2 í ræktina. Alltaf einhvað sem kemur uppá.

Í gær tók ég eftir því að stubbur væri komin með hita en þurfti nauðsinlega að komast í búðina. SVo ég skellti vagnstykkinu á grindina og trítlaði af stað. Hann vel innpakkaður þarna í vagninum. Ofaná allt var rok OG rigning úti. En sem betur fer er búðin ekki langt frá. Svo sat ég hérna í mestu makindum mínum og slappaði af þegar vinkona mín hringdi og spurði kvort ég gæti reddað pössun því hún ætti miða á Cascada og vildi endilega bjóða mér með. Svo ég hringdi í ömmu sem kom yfir og passaði stubbin fyrir mig meðan ég fór á þessa tónleika.

Kom til vinkonu minnar kl 19, fórum uppá Brodway 20:20 þar sem upphitunin átti að byrja kl 20:00. Ekkert var byrjað nema bara tónlist hátt spiluð. Þannig var það til kl 21:50. Þá loksins kom upphitunarbandið sem spilaði TVÖ lög(kannski 3) svo kom gellan á sviðið og söng. Rosalega flott sjó og allt það. En jesús minn þetta var allt búið kl 22:33. Halló hvað var það. Miðarnir kostuðu í forsölu 4500 KR. Salurinn fullur af 16-17 ára börnum svo við vorum ekki mörg þarna komin með áfengiskaupa aldur. Vá rugl. Allavega hitti ég frænda minn þarna og kærustuna hans, vinkonur mínar og kærastana þeirra. Kíktum svo á barin við hliðina á Brodway en ég fór fljótlega heim til stubbs.

Í dag vaknaði stubburinn minn GEÐVEIKT pirraður og þannig er hann búin að vera í allan dag. Smá stopp maðan hann horfði á stubbana en það var þó alldrei langt í garg kast hjá honum. Ég er semsagt búin að horfa á stubbana 4 sinnum í dag og einhvað um 6 sinnum í gær Whistling

Jæja kveð í bili, ætla aðeins að njóta þess að stubbur sé sofandi Halo 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband