Dagar 83,84,85,86,87,88,89,90,91

Jæja skrifa fyrir marga daga. Já ég hef ekki verið dugleg að skrifa einfaldlega vegna þess að ég skammast mín fyrir mína hegðun. Ég er 23 ára en haga mér stundum eins og smákrakki. Ég hef fullan vila til þess að bæta líf mitt en virðist samt alltaf gleyma því og fara og éta eitthvað óhollt. Ég er löngu hætt að taka Herbalife-ið, alls ekki vegna þess að það sé ekki að virka heldur vegna þess að ég er letiblóð sem NENNI því ekki. Jájá ég sagði það ég er að drepast úr leti stundum. Óðolandi að hafa ekki meiri þroska en þetta.

Allaveg þá hef ég nú verið að fara í ræktina (nei ekki lést um gramm) og er farin að finna að þolið hefur aukist, magavöðvar eru farnir að virka og ég get hlaupið. er sko komin með taktin og ég get hlaupið. Það er svona magaæfingartæki í ræktinni sem maður á að leggjast á, setja lappirnar á milli og nota svo bæði hendur og fætur til að toga sig upp (reynir á magavöðvana). Fyrir 3 vikum gat ég bara alls ekki hreyft þetta, í síðustu viku gat ég tekið 2 lyftur en í dag gat ég tekið 5 og svo aðrar 2 Jább ég er semsagt öll að koma til líkamlega en er samt ekkert að léttast, svo næstu 6 vikurnar munu einkennast af maga, bak og læræfingum ásamt, brennslu, brennslu, brennslu. Ég skal komast niðrí stærð 18 áður en við förum til köpen í ágúst.

Já þið megið skamma mig eins og þið viljið, ég verð að fara að taka mig á og fara að standa mig í þessu mataræði. Ég er farin að vera duglegri að elda en er komin með bílin aftur í gang svo ég klikkaði aðeins á þessu.

Jæja ætla að fara og halda áfram að skammast mín HELLING


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband