Dagar 92,93

Jæja nú er allt að gerast. Ég fór í ræktina í gær með vinkonu minni. Ég reyndi rosalega að fara í brennslu en það gekk bara alls ekki, ég var bara alveg hrikalega uppgefin síðan á mánudaginn. Ég er enþá með strengi síðan þá og hendurnar eru ekki alveg komnar af stað aftur. Þar sem ég hef ekki verið dugleg að taka á því í höndunum. En magavöðvarnir eru allir að koma til og lærin eru að skána. Er reyndar enþá frekar slæm í ristinni svo ég get eiginlega ekki æft nægilega vel

Svo það sem er best......... þrekið er allt að koma til, jább ég get hlaupið Wizard

En svo er það hitt. Mataræðið er ekkert enþá að skána. En ég er samt ekki komin í það að borða jafn mikið og ég gerði fyrir átakið mitt, sem er gott. Er að skoða það að panta mér Hydroxicut Hardcore frá USA það á víst að virka rosalega vel og er ódýrara heldur en að kaupa þetta venjulega hérna heima.

Annars er bara búið að vera tjill hérna heima í dag. Við stubbur fórum út í morgun með bolta og vorum bara að leika okkur í garðinum. Geggjað stuð sko Cool

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband