Jæja dagarnir búnir að líða hratt hérna. ÉG lagðist í veikindi á fummtudaginn og er eiginlega enþá slöpp. Stubbur rauk upp í hita á laugardagin og hefur ekkert losnað við hann enþá. Svo ég er búin að missa úr skólanum á 1 tíma áföstudaginn, 1 tíma í gær og svo 2 tímar í dag.
Við fórum til læknis í dag. Ég er með barkabólgu svo ég þarf bara að halda áfram að taka því rólega. Stubbur er ekki með í eyrunum svo það er allavega gott. En hann er svolítið bólgin í hálsinum (minnir mig) svo læknirinn hans tók stroku sem ég fór með í ræktun, fæ niðurstöður á morgun.
Mikið hrikalega hlakka ég til að komast í ræktina. Hef farið svakalega lítið síðustu vikur svo það verður tekið vel á því þegar ég kemst að fara aftur. Já svo er ég komin á bílinn minn aftur. Í ljósi veikindanna þá varð ég að ná í númerin og hafa bílinn þar til við fáum heilsuna aftur. Vona að það verði sem fyrst, ég má ekki við því að missa mikið meira úr skólanum
Jæja kveð í bíli Bæbæ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.